Innihaldslýsing

1 og 1/2 bolli hveiti, ég nota rautt Kornax
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 bolli sykur
3/4 bolli púðursykur
115g mjúkt smjör
2 egg
2 tsk vanilludropar
1/2 bolli nýmjólk
-
Kremið:
115g smjör
1 bolli púðursykur
80ml rjómi
1/2 tsk sjávarsalt
2-3 bollar flórsykur, fer eftir því hvað þið viljið hafa kremið þykkt
Valgerður Gréta Guðmundsdóttir Instagram: valgerdurgreta

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 175°C og taka fram bollakökubakka (úr málmi) og raðið í hann bollakökuformum. Takið fram 2 skálar eina stærri og aðra minni.
2.Blandið saman í minni skál: hveiti, lyftidufti og salti og setjið til hliðar.
3.Í stærri skál setjið þið smjörið og sykurinn og þeytið þar til blandan er létt og ljós. Bætið þá eggjum og vanillu saman við og þeytið mjög vel, alveg þar til þetta er orðið mjög flöffí og farið að líkjast smjörkremi.
4.Blandið þá hveitiblöndunni saman við með sleikju og setjið mjólkina saman við að síðustu.
5.Hrærið varlega saman og bara þangað til þetta er samblandað.
6.Fyllið formin til hálfs (alls ekki yfirfylla, þá fer allt út um allt!)
7.Bakið í miðjum ofninum í 22 - 23 mín. Kökurnar eru tilbúnar þegar tannstöngli er stungið í þær og kemur hreinn út.
8.-
9.Aðferð við kremið: Þegar kökurnar eru að kólna er kremið undirbúið. Bræðið smjörið í potti og setjið sykurinn því næst út í ásamt rjómanum og salti. Sjóðið saman í 3 mín. Látið bubbla létt þann tíma, takið pottinn svo af hellunni og kælið niður í stofuhita, varist að setja karamelluna í ísskáp til að flýta fyrir. Þegar karamellan hefur kólnað, bætið þá flórsykri við karamelluna, fínt að byrja á 1 bolla og vinna sig upp í þykktina sem ykkur hugnast.

Valgerður Gréta Guðmundsdóttir

Instagram: valgerdurgreta

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.