Innihaldslýsing

1 Poki Úrbeinuð Kjúklingalæri frá Rose Poultry
4 Hvítlauksrif
1 cm Engifer rót
1 Lime
      . Ástæðan fyrir því að þessi réttur hefur alltaf verið kallaður fitness kjúklingur á mínu heimili er vegna þess hversu hollur hann er. Hann er mjög oft hafður á mánudags kvöldum og er góður til þess að byrja holla viku eftir helgarfríið. Ég vel að nota kjúklingalæri í stað þess að nota bringur því...

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingalærin í munnbita og setjið í skál eða fat
2.Rífið Engifer rótina á rifjárni og setjið í sér skál
3.Kreistið hvítlauksrifin ofan í sömu skál
4.Bætið safanum af einni límónu við og hrærið saman
5.Þessu er öllu helt yfir kjúklinginn og leyft að bíða í 30 mínútur
6.Salt og Pipar sett yfir kjúklinginn eftir smekk
7.Kjúklingurinn er nú steiktur á pönnu í 14 mínútur eða þar til hann er full eldaður
8.Ég bar hann fram með ofnbökuðu grænmeti, salati og Apríkósupestó

      .

Ástæðan fyrir því að þessi réttur hefur alltaf verið kallaður fitness kjúklingur á mínu heimili er vegna þess hversu hollur hann er. Hann er mjög oft hafður á mánudags kvöldum og er góður til þess að byrja holla viku eftir helgarfríið. Ég vel að nota kjúklingalæri í stað þess að nota bringur því kjötið verður miklu mýkra og bragðbetra. Það er ekki aftur snúið í bringur eftir að maður prófar lærin. Ég bar þetta svo fram með ofnbökuðu brokkolí og gulrótum, salati og Aprókósupestó, en uppskrift af pestóinu má finna hér fyrir neðan.

– Íris Blöndahl

Apríkósu Pestó

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.