.
Ástæðan fyrir því að þessi réttur hefur alltaf verið kallaður fitness kjúklingur á mínu heimili er vegna þess hversu hollur hann er. Hann er mjög oft hafður á mánudags kvöldum og er góður til þess að byrja holla viku eftir helgarfríið. Ég vel að nota kjúklingalæri í stað þess að nota bringur því kjötið verður miklu mýkra og bragðbetra. Það er ekki aftur snúið í bringur eftir að maður prófar lærin. Ég bar þetta svo fram með ofnbökuðu brokkolí og gulrótum, salati og Aprókósupestó, en uppskrift af pestóinu má finna hér fyrir neðan.
– Íris Blöndahl
Leave a Reply