
Mikilvægt er að hræra stöðugt í sósunni svo hún brenni ekki við, en um leið og osturinn er bráðinn er hún tilbúin.
Ég bar þennan einfalda og góða rétt svo fram með salati.


| 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri (ég nota Rose Poultry) | |
| 200 gr matreiðslurjómi | |
| 40 gr parmesan ostur | |
| 1/2 teningur kjúklingakraftur | |
| 3 hvítlauksrif | |
| Ein lúka fersk basilika | |
| 60 gr sólþurrkaðir tómatar |
| 1. | Steikið kjúklingalæri á pönnu í 16 mínútur eða þar til þau verða fullelduð og setjið salt og pipar eftir smekk |
| 2. | Skerið sólþurrkaða tómata í litla bita |
| 3. | Pressið hvítlauksrifin |
| 4. | Raspið parmesan ostinn |
| 5. | Saxið basiliku |
| 6. | Blandið þessu öllu saman ásamt rjómanum í pott og bræðið saman |
| 7. | Berið sósuna fram með kjúklingnum |

Mikilvægt er að hræra stöðugt í sósunni svo hún brenni ekki við, en um leið og osturinn er bráðinn er hún tilbúin.
Ég bar þennan einfalda og góða rétt svo fram með salati.

Leave a Reply