Tortillupizza með taco hakki í sætri bbq sósu
Tortillupizza með taco hakki í sætri bbq sósu
Tortillupizza með taco hakki í sætri bbq sósu
Tortillupizza með taco hakki í sætri bbq sósu

Innihaldslýsing

2-4 tortillur, t.d. frá Mission með grillrönd
olía til steikingar
500 g nautahakk
1 bréf tacokrydd (eða 2 tsk af Mexíkaninn tacokrydd frá Kryddhúsinu)
2 dl bbq sósa, t.d. sweet bbq sauce frá HEINZ
200 g gular (mais)baunir
1 rauð paprika, skorin í litla teninga
1 lítill rauðlaukur, saxaður
300 g cheddar ostur, rifinn
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu á pönnu og steikið nautahakk og saxaðan lauk. Bætið tacokryddinu saman við.
2.Raðið tortillum á ofnplötu með smjörpappír og hitið í 180°c heitum ofni í 5 mínútur
3.Skiptið nautahakkinu á tortillurnar og látið ost yfir kjötið og látið aftur inn í ofn í um 10 mínútur eða þar til tortillurnar eru orðnar stökkar.
4.Berið fram með t.d. sýrðum rjóma, ostasósu og káli.

Þetta er einn af þessum letiréttum og tilvalinn þegar okkur langar í eitthvað gott en nennum ekki mikilli fyrirhöfn. Svo er líka stór plús að börnin borða þetta með bestu lyst.

Það er fagnaðarefni að þessar tortillur séu fáanlegar á Íslandi

 

Einfalt og gott!

 

 

Njótið! Berglind xxx

 

Þessi færsla er unnin í samvinnu við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.