900 g laxaflak | |
120 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon | |
60 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon | |
2 hvítlauksrif, pressuð | |
1 tsk rifið engifer, hægt að kaupa í krukku frá Blue dragon | |
safi úr 1 sítrónu |
Fyrir 3-4
1. | Setjið öll hráefnin nema laxinn í pott og hitið að suðu. |
2. | Lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykkari. |
3. | Stillið ofninn á grill og setjið álpappír á bökunarplötu. |
4. | Setjið laxinn þar á og penslið ríflega með sósunni. |
5. | Látið laxinn í ofninn, sirka 15 cm frá grillinu og eldið í 10-15 mínútur (eftir þykkt). Það koma dökkir blettir á fiskinn en þar er bara betra. |
6. | Varist að ofelda laxinn og takið úr ofninum rétt áður en hann er fulleldaður. |
7. | Penslið með sósunni og stráið ristuðum sesamfræjum og vorlauk yfir. |
8. | Berið fram með hrísgrjónum. |
Leave a Reply