Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki…
Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess að vera með ólseigt gúllas sem endar svo yfirleitt í ruslinu. Sósan fer betur í maga þar sem hún er mjólkurlaus og jafnvel væri hægt að svissa út kjötinu og nota sojakjöt eða kjúklingabaunir í staðinn og þá værum með fullkomna vegan máltíð.
Uppskrift og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Innnes
Leave a Reply