Innihaldslýsing

350g hafrakex, heimagert eða keypt tilbúið
130g brætt smjör
600g grísk jógúrt með kaffi og súkkulaði, frá Örnu
250ml rjómi frá Örnu
5 matarlímsblöð
3 msk kahlua (má sleppa og nota kalt kaffi)
130g flórsykur
100g súkkulaði brætt
2 tsk vanilluessence
1 kaldur espresso
Þessi dásamlega terta sló algerlega í gegn þegar ég bauð upp á hana í vinnunni. Veit ekki hversu margar beiðnir um uppskrift ég fékk auk þess sem “hvað er eiginlega í þessu Valla” heyrðist alveg nokkrum sinnum. Hún er alls ekki flókin og þarf ekki að baka. Hún er laktósafrí og því betri í marga...

Leiðbeiningar

1.Myljið kex í matvinnsluvél og blandið bræddu smjöri saman við
2.Þjappið í lausbotna form, 26cm er fínt.
3.Leggið matarlímsblöð í kalt vatn og þeytið rjóma ásamt flórsykrinum
4.Setjið jógúrtina í skál
5.Bræðið matarlím í kahlua/kaffi og bræðið súkkulaði í örbylgjunni
6.Blandið rjómanum út í jógúrtina ásamt bræddu matarlíminu. Blandið espresso og súkkulaði saman við með sleikju. Þegar allt er samlagað fer jógúrtblandan yfir kexbotninn og kælið í ísskáp, helst alveg yfir nótt.
7.Skreytið eftir smekk með súkkukaði ganache og þeyttum rjóma ef vill

Þessi dásamlega terta sló algerlega í gegn þegar ég bauð upp á hana í vinnunni. Veit ekki hversu margar beiðnir um uppskrift ég fékk auk þess sem “hvað er eiginlega í þessu Valla” heyrðist alveg nokkrum sinnum.

Hún er alls ekki flókin og þarf ekki að baka. Hún er laktósafrí og því betri í marga maga en aðrar sambærilegar tertur. Milt kaffibragðið fer sérlega vel með súkkulaðinu og rjóminn fullkominn með.

 

 

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu Bolungarvík

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.