Innihaldslýsing

Kókosolía frá Rapunzel
700g grísasnitsel skorið í langa bita
1/2 rauðlaukur
1/2 geiralaus hvítlaukur
1/2 rauð paprika
4 cm bútur blaðlaukur
1 stór gulrót skorin í litla bita
3 stórir sveppir í sneiðum
1 dós kókosmjólk frá Rapunzel
1 tsk karrý
1 tsk túrmerik
1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
salt og pipar eftir smekk
250g Villihrísgrjónablanda frá Rapunzel
625ml vatn
salt
Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki… Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess...

Leiðbeiningar

1.Gott er að bera réttinn fram með smá vorlauk eða jafnvel ferskum kóríander.
2.Setjið hrísgrjón í pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann niður (ég sýð þau á svona 5 af 14 á mínu helluborði). Sjóðið í 45 mín eða þar til þau eru tilbúin.
3.Saxið grænmeti og setjið í skál
4.Skerið grísakjötið í strimla og setjið til hliðar
5.Hitið kókosolíu á pönnu og steikið kjötið þar til það er orðið gyllt, takið þá af pönnunni á meðan þið steikið grænmetið
6.Kryddið grænmetið með karrí, túrmerik, salti, pipar og grænmetiskrafti og bætið kjöti saman við
7.Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og látið malla í ca. 15 - 20 mín.

Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki…

Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess að vera með ólseigt gúllas sem endar svo yfirleitt í ruslinu. Sósan fer betur í maga þar sem hún er mjólkurlaus og jafnvel væri hægt að svissa út kjötinu og nota sojakjöt eða kjúklingabaunir í staðinn og þá værum með fullkomna vegan máltíð.

Þessi hrísgrjón eru þau allra bestu að mínu mati

 

 

 

Uppskrift og myndir eru eftir Völlu í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.