Innihaldslýsing

150 g smjör
3 dl vatn
3 dl mjólk
2 tsk sykur
3 tsk salt
2 bréf þurrger
1 kg hveiti
skinkumyrja
rifinn mozzarella
egg, þeytt
etv sesamfræ
Það er einnig gott að setja dijon sinnep í stað skinkumyrju.

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjörið í potti. Hellið vökvanum saman við.
2.Setjið sykur, salt og þurrgert út í volgan vökvann.
3.Setjið að lokum hveiti saman við og hnoðið vel.
4.Látið deigið lyfta sér undir rökum klúti í tæpa klukkustund eða þar til það hefur tvöfaldast í stærð.
5.Takið smá deigbút og fletjið í hring. Setjið skinkumyrju yfir og svo ost yfir allt. Skerið í 8 bita og rúllið upp, byrjað frá endanum og að miðju.
6.Penslið hornin með léttþeyttu eggi og stráið etv. sesamfræjum yfir.
7.Bakið í 200°c heitum ofni í um 15-20 mínútur eða þar til þau hafa fengið gullin lit.

Það er einnig gott að setja dijon sinnep í stað skinkumyrju.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.