Innihaldslýsing

1 kg fata af Grísku Jógúrti frá MS
1 lítil askja Jarðaber
200 gr Bláber
200 gr Múslí
20 gr kókosflögur
Hunang
10 Litlar Krukkur

Leiðbeiningar

1.Skerið niður jarðaber
2.Skiptið jógúrti niður í krukkur - ég notaði 10 krukkur
3.Setjið 2 msk af múslí ofan í hverja krukku
4.Toppið með jarðaberjum og bláberjum og kókosflögum
5.Setjið hunang yfir eftir smekk

Ég gerði 10 krukkur og þurfti í það eina 1 kg fötu af Grísku Jógúrti frá MS. Ég skipti þessu í 10 litlar krukkur og setti því um það bil 100 gr af jógúrti í hverja krukku, eða fyllti um það bil 1/3 af krukkunum með jógúrti. Mikilvægt er að gera þetta ekki löngu áður en rétturinn er borinn fram svo að múslíið haldist stökkt. Ef þú vilt gera þetta nokkrum tímum áður myndi ég setja berin ofan á jógúrtið, svo hunangið þar ofan á og loks múslí í lokin svo það haldist frá vökvanum í jógúrtinu. Kókosflögurnar eru svo notaðar sem skraut. Ég setti litla bita af KitKat ofan í nokkrar bara afþví ég átti afgang af því, en það er að sjálfsögðu ekki nauðsynlegt.

Þessi færlsa er unnin í samstarfi við Mjólkursamsöluna

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.