Innihaldslýsing

Lambahryggur 2 kg
100gr fetaostur í olíu
1/3 búnt ferskt Timian
150gr gráðostur
60gr döðlur
80gr Dijon sinnep
Salt og pipar
Lambahrygg þekkjum við flest sem hátíðarmat. Hér er hann í skemmtilegri útgáfu sem fær bragðlaukana í ferðalag. Sætar döðlur á móti gráðosti er svipuð blanda og ísköld mjólk með volgri skúffuköku. Verði ykkur að góðu :) Við mælum með að para hrygginn með : Rótargrænmeti Sætkartöflumús Bakaðri kartöflu Piparkornasósu Sveppasósu   Hægt er að fylgjast...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á að skera rákir í fituröndina (tígla mynstur t.d)
2.Takið nú beittan hníf og skerið alveg upp við miðjubeinið sitthvoru megin
3.Skerið einnig áfram svo að hnífur nái undir kjötið en fari ekki alla leið í gegnum fituna á hliðinni (Einnig hægt að sjá aðferð í higlights @matarmenn á Instagram)
4.Nú fara Gráðosturinn, Fetaosturinn, 1/3 af olíunni úr fetakrukkunni og 3 Timian greinar í matvinnsluvél
5.Smyrjið fyllingunni undir kjötið og bindið hrygginn saman með ,,butcher band'' (ekki skylda)
6.Saltið nú alla fituna með sjávarsalti og pennslið í kjölfarið fituna með dijon sinnepinu
7.Gott er að leyfa hryggnum að marenerast í 1+ klst áður en kveikt er á ofninum
8.Ofninn er stilltur á 100°C blástur. bíðið þar til kjarnhiti nær 48°C og hækkið þá ofninn í botn þar til kjarnhiti hryggsins nær 60°C (Medium)
9.Ef þið eigið ekki kjarnhitamæli tekur um það bil 55 mínútur að ná 48°C kjarnhita, skrúfið nú ofninn í botn og hafið hrygginn inni í 10-15 mín

Lambahrygg þekkjum við flest sem hátíðarmat. Hér er hann í skemmtilegri útgáfu sem fær bragðlaukana í ferðalag. Sætar döðlur á móti gráðosti er svipuð blanda og ísköld mjólk með volgri skúffuköku. Verði ykkur að góðu :)

Við mælum með að para hrygginn með :

  • Rótargrænmeti
  • Sætkartöflumús
  • Bakaðri kartöflu
  • Piparkornasósu
  • Sveppasósu

 

Hægt er að fylgjast með matarmönnum á Instagram undir @Matarmenn

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.