Um daginn bakaði ég þessa kanilsnúða í fyrsta sinn og sagði frá því á instagram síðu GulurRauðurGrænn& salt að mér hefði verið lofað því að þetta væri uppskriftin af heimsins bestu kanilsnúðum. Ég sagði að ef þeir stæðust væntingar myndu þeir að sjálfsögðu rata inn á síðuna og viti menn…taddarraraaaa, hér eru þeir mættir: Heimsins bestu kanilsnúðar. Heimsins...
Category: <span>Brauð & samlokur</span>
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Brauðbollur með hvítlauks og steinseljusmjöri fylltar með mozzarellaosti sem lekur úr bollunum við fyrsta munnbita….þarf að segja eitthvað meira. Gerið þessar!!!! Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri 450 g hveiti 1 tsk sykur 240 ml fingurvolgt vatn 2 ½ tsk þurrger 1 tsk sjávarsalt 4 msk ólífuolía 2 pokar litlar mozzarellakúlur (24 stk) Hvítlauks...
Stökkt hrökkkex og allra besti hummusinn
Ég hef ítrekað verið beðin um að setja inn uppskrift af mínum uppáhalds hummus og eftir nokkra mánaða aðlögunar- og umhugsunarfrest er ég loksins tilbúin að deila uppskrift af hummus sem er að mínu mati sá allra besti. Hér eru það sólþurrkuðu tómatarnir sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Með honum fylgir svo uppskrift af frábæru...
Vinsæli forrétturinn
Það er ekki úr vegi nú þegar að haustið er mætt og farið að dimma að birta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér erum við að tala um himneskan forrétt sem vekur alltaf lukku og er sérstaklega einfaldur í gerð en heiðurinn af uppskriftinni á Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og ástríðukokkur, en það...
Kotasælubollurnar vinsælu
Uppskriftin af þessum mjúku og bragðgóðu brauðbollum er svosem engin nýjung, þær hafa verið vinsælar í mörg ár og alltaf slegið í gegn. Það er því löngu orðið tímabært að þá fái sitt pláss hér á GulurRauðurGrænn&salt svo þið sem hafið ekki enn notið þeirra getið hér með gert það. Kotasælubollur 550 g hveiti...
Gúrmei hamborgarar með ómótstæðilegri avacadó-chilísósu
Það er ekki lítið sem maður gleðst yfir því að geta farið að nota grillið eithvað af viti og ósjaldan sem hamborgarar verða fyrir valinu. Hvort sem það er hversdags eða um helgar, yfir boltanum eða með fjölskyldunni að þá eiga þeir alltaf við og bara spurning hvernig þeir eru eldaðir. Persónulega þykir mér betra...
Snúðar með súkkulaðifyllingu
Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu sem bræða hjörtu og minna mig helst á gott sumar í París þar sem allir dagar byrja á nýbökuðu súkkulaðicroissant og góðum kaffibolla….ahhhhhh! Himneskir snúðar með súkkulaðifyllingu nýkomnir úr ofni Snúðar með súkkulaðifyllingu Gerir um 18 stk 240 ml mjólk, volg 75 g smjör, brætt 60 g sykur 1 pakki...
Nýbakaðar skonsur á 30 mínútum
Það er alltaf einhver óútskýranlegur sjarmi í því að gæða sér á nýbökuðum skonsum og ekki er verra ef að uppskriftin er einföld og fljótleg eins og þessi hér. Á aðeins 30 mínútum eru þið búin að blanda, hnoða, baka og mögulega byrjuð að gæða ykkur á þessum himnesku skonsum – ekki slæmt það. Í...
Bestu morgunverðarbollurnar
Það er fátt betra en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum í morgunsárið með góðu áleggi og nýkreistum safa en þessi uppskrift hefur einmitt að geyma leyndardóminn að einum af mínum uppáhalds bollum. Uppskriftin er stór og stundum helminga ég hana, en oftast sé ég eftir því þar sem bollurnar eru fljótar að hverfa ofan...
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Pítsabrauð með bræddum mozzarellaosti
Pítsu kunna flestir að meta og hér sameinast gott brauð og pítsa í eitt. Þú velur þitt uppáhalds álegg, lætur ost í miðju brauðsins og niðurstaðan er þetta flotta og nammigóða pítsabrauð sem er víst til að vekja lukku. Pítsabrauð 2 tsk þurrger 360 ml volgt vatn 500 g hveiti 2 tsk sjávarsalt 1 1/2...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Ólífubollur með pestó og parmesan
Þessar brauðbollur hef ég bakað í nokkur ár og haft gaman af, sérstaklega þar sem þær eru svo dásamlega einfaldar í gerð og þrusuhollar. Það er gaman að bjóða upp á þær með góðum mat eins og súpum nú eða borða þær bara í kaffinu. Ólífubollur með pestó og parmesan 5 dl spelthveiti 2 tsk vínsteinslyftiduft...
Bananabrauðið sem börnin elska
Á heimilinu óma jólalögin, kveikt er á kertum og ilmurinn sem kemur úr ofninum er himneskur. Heimamenn vita að það er von á góðu því uppáhalds bananabrauð drengjanna minna er í ofninum. Það tók töluverðan tíma að finna bananabrauðið sem þeir gáfu fullt hús stiga en það hófst með þessu dásamlega bananabrauði. Þrátt fyrir að...
Fræhrökkbrauðið góða
Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku! Fræhrökkbrauð ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ 3/4 dl hörfræ ½ dl graskersfræ ½ tsk salt 1 dl maizenamjöl ½ dl matarolía 1 ½ dl sjóðandi vatn...
Nýbakað brauð á 30 mínútum
Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Snúðahringur með vanilluglassúr
Ég hef oft bakað snúða áður en aldrei hef ég bragðað á jafn dásamlegum snúðum og þá sem þessi uppskrift hefur uppá að bjóða. Þeir eru svo ólýsanlega mjúkir og bragðgóðir og glassúrinn er engu líkur! Þetta er eitthvað sem þið verðið að prufa og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram...
Bananabrauð með Nutellakremi
Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm! Bananabrauð með Nutellakremi 240 g hveiti...