Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!! Karmellukornflexnammi með...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Sumarið er núna! Grillaðar kjúklingabringur með sítrónu, hvítlauk og kryddjurtum
Ójá ….það er loksins mætt þ.e.a.s. sumarið. Allt er svo gott þegar sólin skín. Nú tökum við fram grillið og fáum vonandi fjöldamörg tækifæri til að nota það þar sem eftir lifir sumars. Þessi uppskrift er einmitt algjör himnasending á svona dögum. Hún er agalega einföld en ó-svo bragðgóð. Borin fram með góðu kartöflusalati og...
Kanilsnúðar á 30 mínútum
Jæja krakkar mínir, nú ætlum við aðeins að lyfta okkur upp. Ekki veitir af í þessu veðri sem dynur á okkur og virðist engan endi ætla að taka. Best að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér með eftir sumrinu! En nóg um það, enn frekari ástæða til að baka og á dögunum gerðum ég og...
Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður! Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita 1 paprika (græn eða rauð), skorin...
Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið. Ofnbakaðir partýborgarar með sesamgljáa Uppskrift að fyrirmynd www.kevinandmanda.com 500 g nautahakk 1 rauðlaukur, skorinn smátt 3-4 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk salt 1 tsk pipar 1...
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...
Kakan sem mátti borða í morgunmat
Það er löngu orðið tímabært að birta uppskrift af köku sem bæði nærir og gleður en þá á svo sannarlega við um þessa hráfæðiköku. Hún er stútfull af góðri næringu og inniheldur meðal annars kasjúhnetur, döðlur, ber, kókosvatn og svona mætti lengi telja. Kaka sem má jafnvel borða í morgunmat með góðri lyst og svíkur...
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Frábært satay kjúklingasalat sem er ofureinfalt í gerð. En hér er það sataysósan sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið og gerir þetta salat af ógleymanlegri veislu fyrir bragðlaukana. Hinn fullkomni réttur í saumaklúbbinn, sem forréttur eða jafnvel á föstudagskvöldi með góðu hvítvínsglasi. Satay kjúklingasalat fyrir 4 4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást frosnar)...
Silungur með spínati og kókosmjólk
Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu Silungur og sætar kartöflur eru ekki bara lík á litinn heldur er ást og samlyndi með þeim í matargerð á við bestu hjónabönd. Hér hvílir silungurinn á spínatbeði þegar kartaflan kemur og þekur hann, síðan sjá sósan og hitinn um að líma allt saman. Kókosmjólkin og karrímaukið...
Leynivopn lata kokksins
Hér er á ferðinni sannkallaður veislumatur sem kallar á fá hráefni og stuttan tíma í undirbúning en bragðast eins og best gerist. Rétturinn kemur mjög skemmtilega á óvart og má segja að sé leynivopn lata kokksins og vís til að slá í gegn hjá viðstöddum. Paprikukryddaður kjúklingur með spínati og hvítvínssósu 4 kjúklingabringur, t.d....
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
BBQ kjúklingur
Frábær kjúklingaréttur sem er einfalt að útbúa og slær í gegn jafnt hjá ungum sem öldnum. Einn af uppáhalds réttum barnanna og það eru sko aldrei afgangar þegar hann er á boðstólnum. Sérstaklega gott að bera hann fram með hrísgrjónum, salati og góðu hvítlauksbrauði. BBQ kjúklingur 4 kjúklingabringur eða kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry 1...
Stökkt Thai nautakjöt í mildri chilísósu
Frábær uppskrift af stökku Thai nautakjöti í mildri chilísósu með grænmeti. Svona uppskrift sem fær mann til að fá sér meira og meira og meira og ætti að vekja lukku hjá öllum aldurshópum. Þessi uppskrift er ekki sterk, en sumir eru mjög viðkvæmir fyrir chilí og þá má að sjálfsögðu sleppa því. Hér er á...
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir...
Penne pasta með kjúklingi og bræddum mozzarellaosti
Það er ekki annað hægt en að elska þennan himneska pastarétt bak og fyrir enda er hann svo einfaldur, fallegur og bragðgóður og gleður jafnt unga sem aldna. Uppskriftina af þessum rétt sá ég á The Pioneer woman sem heldur úti mjög vinsælu matarbloggi sem gleður augun með fallegum myndum og girnilegum uppskriftum og þessa...
Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli
Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður...
„Allt í einni pönnu“ lasagna
Fljótlegt og frábært lasagna sem sparar uppvaskið svo um munar og bragðast dásamlega. Þetta er rétturinn sem smellpassar inn í líf okkar flestra á virkum dögum þegar tími til eldamennsku er af skornum skammti, en þegar okkur langar samt í eitthvað gott. Hér fara öll hráefnin á pönnuna og látið malla þar til heimilið ilmar...
Fimm stjörnu wok í ostrusósu
Það er langt síðan ég hef komið með uppskrift af góðum “styr fry” rétti en þannig uppskriftir eru einmitt í miklu uppáhaldi þar sem þær taka ekki langan tíma og í rauninni hægt að nota það sem fyrirfinnst í ísskápnum hverju sinni. Þið sem eigið ekki sherrý að þá má sleppa því stigi, en það...