Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...
Category: <span>Fljótlegt</span>
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Þetta er uppáhalds kakan mín í öllum heiminum…geiminum og hún vann ekki bara hjarta mitt heldur hjörtu allra sem hana smakka…meira að segja sonar míns sem segist ekki borða nnnetur ;). Hér er á ferðinni frábær útgáfa af franskri súkkulaðiköku með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu. Svo ótrúlega einföld að þið finnið vart einfaldari köku og...
Orkunammi með tröllahöfrum,döðlum, möndlum og dökku súkkulaði
Hér er á ferðinni smá sælgæti sem er stútfullt af góðri næringu og gefur manni orkuskot þegar að maður þarf sem mest á því að halda. Það er gott að hafa þessar við höndina. YumYum! Orkunammi 14 stk 100 g tröllahafrar 50 g dökkt súkkulaði, saxað 50 g rúsínur 50 g steinlausar döðlur, saxaðar 25...
Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá mér og það nægir í rauninni bara að horfa á það til að átta sig á því af hverju. Allir þessir fallegu litir komnir saman í matarmikla, næringarríka og ljúffenga máltíð. Reyndar svo ljúffenga að börnin borða þetta með allra bestu lyst, þó kannski sé fussað og sveiað...
Lúxus lambaborgarar með klettakáli, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og tzatziki sósu
Hamborgarar geta verið svo skemmtilega góð máltíð og sérstaklega þegar þeir eru með smá twisti. Hér gerði ég hrikalega góða lambaborgara sem slógu í gegn hjá okkur og vel það. Ég mæli með því að hafa þá stóra og matarmikla og bera þá fram með rótargrænmeti. Brauðið getur verið hamborgarabrauð, pítubrauð, naan brauð en jafnframt...
Gulrótasúpa með döðlum og karrý
Ég hef svo oft skrifað um aðdáun mína á góðum súpum að ég ætla ekki að gera það í þetta sinn en á svona kuldaboladögum er fátt sem toppar heita og bragðgóða súpu. Þessi gulrótasúpa sem er hér með döðlum og karrý er dásamleg á bragðið og vís til að vekja lukku hjá heimamönnum og...
Pastarétturinn sem átti fullt af vinum!
Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð. Ég nota matvinnsluvél við...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Vinsælustu uppskriftir ársins 2013!
Kæru vinir, Um leið og ég óska ykkur gleðilegs nýs árs vil ég færa ykkur kærar þakkir fyrir samfylgdina á liðnu ári. Lesendahópur GulurRauðurGrænn&salt vex og dafnar með hverjum deginum sem líður og fyrir það er ég ólýsanlega þakklát. Árið 2013 var viðburðaríkt, óvenjulegt og skemmtilegt ár og ég kveð það með þakklæti í hjarta...
Súkkulaði með karmellu Rice Krispies
Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Súkkulaði með karamellu Rice Krispies 110 g sykur 2 msk vatn 50 g rice krispies 450...
Sara Bernhardt hinnar uppteknu húsmóður
Nú er loksins komið að því að fá til okkar góðan Gestabloggara sem að þessu sinni er hún Lára Betty Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Noregi. Lára gerði á dögunum óvenjulegar Sörur sem hafa heldur betur slegið í gegn og þá sérstaklega hjá þeim sem elska að borða Sörur en vilja...
Kúlugott
Nýlega kom út fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – en hún inniheldur uppskriftir að fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum sem hentar bæði virka daga og um helgar og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem elska að borða góðan mat en hafa ekki mikinn tíma til að standa í eldhúsinu. Í bókinni er mikið...
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu
Ummmm! Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en...
RUB23 – Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki
Nýlega lá leið mín með góðum vinum á veitingastaðinn RUB23. Það er skemmst frá því að segja að sú ferð var mikil gleðiferð. Ekki nóg með það að maturinn hafi verið skemmtilega útfærður, frumlegur og góður, að þá var þjónustan jafnframt framúrskarandi. Það er alltaf ánægjulegt þegar að veitingastaðir leggja áherslu á að starfsfólkið sé...