Ég hreinlega elska góðar hafraklatta og finnst ég einhvernveginn ná bakstri og hollustu í einu þegar ég geri þá. Auðvitað eru uppskriftirnar mishollar, nú eða góðar en þessi er í hollara lagi og bragðið er dásamlegt. Í þeim er ekki hveiti heldur haframjölshveiti sem ofureinfalt er að gera. Súkkulaðinu smá gjarnan skipta út fyrir rúsínur...
Category: <span>Jólin</span>
Hátíðar karamelluís Ebbu Guðnýjar
Hún Ebba Guðný er landsmönnum vel þekkt enda hefur hún í mörg ár glatt okkur með hollum og girnilegum uppskriftum, heillað okkur með skemmtilegri og notalegri framkomu í sjónvarpi með matreiðsluþættina Eldað með Ebbu ásamt því að hafa gefið út nokkrar matreiðslubækur. Hún Ebba gerði þennan girnilega hátíðar karmelluís á dögunum og fannst ekkert sjálfsagðara...
Jólapavlova
Að þessu sinni er gestabloggarinn okkar matgæðingurinn og bakstursnillingurinn hún Anna Rut Ingvadóttir en hún er þekkt fyrir að vera sérstaklega sniðug í eldhúsinu og ekki síst þegar kemur að girnilegum kökum. Anna Rut býr yfir mikilli reynslu enda var hún heimilifræðikennari í Ártúnsskóla en er nú í mastersnámi í mannauðsstjórnun. Hún gefur okkur hér...
Humarsalat með cous cous og graskersfræjum
Ahhh hvað aðventan er tími til að njóta lífsins í mat og drykk í góðum félagsskap. Góður matur þarf hvorki að vera óhollur né fitandi, þó það sé i góðu lagi einstaka sinnum líka, en að mínu mati er langbest ef að maturinn er litríkur og gefur manni góða næringu. Þetta salat er það sem...
Panna cotta með hvítu súkkulaði
Panna cotta er réttur sem slær alltaf í gegn. Hann er hinsvegar einnig réttur sem fáir hafa eldað og þar held ég að matarlímsblöðin komi við sögu. Það er eitthvað við matarlímsblöð sem fælir fólk frá og líklegast er það sú hugmynd fólks að þá hljóti rétturinn að vera flókinn. En því er sko öðru...
Smákökurnar sem þú verður að baka áður en þú deyrð
Allra bestu smákökur sem ég og börnin mín hafa bakað. Fékk þær hjá góðri vinkonu fyrir löngu síðan og hélt ég yrði ekki eldri, svo góðar voru þær. En í dag var komið að því að skella í þessa dásemd og ekki ollu þær vonbrigðum. Hægt er að leika sér með uppskriftina með því að...
Vinsæli forrétturinn
Það er ekki úr vegi nú þegar að haustið er mætt og farið að dimma að birta uppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hér erum við að tala um himneskan forrétt sem vekur alltaf lukku og er sérstaklega einfaldur í gerð en heiðurinn af uppskriftinni á Magnús Magnússon viðskiptafræðingur og ástríðukokkur, en það...
Hátíðleg humarsúpa
Það er eitthvað svo notalegt við það að gæða sér á humarsúpu, borna fram með nýbökuðu brauði og vel kældu hvítvíni og fyrir mér er þessi þrenna uppskrift að kvöldi sem getur hreinlega ekki klikkað. Oft er fólk í vandræðum með að finna sína uppáhalds uppskrift að humarsúpu, en hér kemur ein sem hefur reynst...
Súkkulaði með karmellu Rice Krispies
Hér er tilbrigði við víðfrægan og óskeikulan barnaafmælisklassíker og sannkölluð lúxusútgáfa. Súkkulaðið er einfalt í gerð en alveg ótrúlega gott og kemur skemmtilega á óvart. Tilvalið sem einfaldur eftirréttur eftir góðan mat – eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Súkkulaði með karamellu Rice Krispies 110 g sykur 2 msk vatn 50 g rice krispies 450...
Ristaðar pekanhnetur
Jólin nálgast, hátíð ljóss og friðar. Og matar – mjög, MJÖG mikils matar. Baggalútur er búinn að syngja og umla og stynja um það í frægu lagi. Þó það lag fjalli vissulega aðallega um að borða matinn þarf jú alltaf einhver fyrst að búa hann til. Og jólin fá jafnvel hin eldhúsfælnustu af okkur til...
Jólagæs TRIO
Trio er nýlegur veitingastaður staðsettur er í Austurstræti 8-10. Staðurinn er vel hannaður og þjónustan góð. Ég skellti mér þangað um daginn ásamt góðum vinkonum í sannkallaða jólaveislu og átti dásamlega skemmtilegt kvöld í hlýlegu umhverfi. Kvöldið byrjaði vel þar sem barþjónninn kom færandi hendi með kokteila sem voru hver öðrum betri. Í uppáhaldin voru...
Kúlugott
Nýlega kom út fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – en hún inniheldur uppskriftir að fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum sem hentar bæði virka daga og um helgar og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem elska að borða góðan mat en hafa ekki mikinn tíma til að standa í eldhúsinu. Í bókinni er mikið...
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
Daim og karmellu smákökur
Þessar smákökur eru vinsælastar hjá drengjunum mínum. Stökkar og góðar og bókstaflega bráðna í munni. Daim og karmellusmákökur 230 g mjúkt smjör 170 g sykur 150 g púðursykur 2 egg 2 dl karamellusósa 200 g Daim-kúlur 100 g haframjöl 1 msk matarsódi 220 g hveiti 2 tsk vanilludropar Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman....
Sörur Sörusystra
Það er fátt betra og jólalegra en dásamlega bragðgóðar og fallegar Sörur. Þeir sem hafa gert Sörur hafa hinsvegar eflaust lent í því að þær takast ekki sem skyldi þannig að í stað þess að eiga ánægjulega baksturstund, jafnvel í góðum félagsskap, að þá breytist þetta í streituvaldandi viðburð og mögulega Sörur sem varla eru...
Marengstoppar með Nutella
Nutella aðdáendur athugið!!!!! Hér er ein dásamleg uppskrift fyrir okkur sem erum forfallnir Nutella fíklar. Í uppskriftinni sameinast Nutella marengstoppum sem eru bæði í senn stökkir, mjúkir og svo ótrúlega bragðgóðir. Þessa uppskrift er svo einfalt að gera og þarf klárlega að fara á to do listann fyrir þessi jól! Marengstoppar með Nutella 3 eggjahvítur,...
Lakrids by Johan Bülow, gjafaleikur og uppskrift af lakkrískonfekti með hvítu súkkulaði
Ég er svo spennt að fá að deila með ykkur vörum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Þær koma frá danska fyrirtækinu Lakrids by Johan Bülow sem sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Algjört nammi! Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára...
Marengstoppar með þristum
Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt. Slær alltaf í gegn! Þristatoppar 4 stk eggjahvítur 210 gr púðursykur 1 poki þristar, saxaðir örsmátt Þeytið eggjahvítur...