Amerískar jógúrtpönnukökur með bláberjafyllingu 150 g hveiti 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/4 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 2 msk smjör 180 ml mjólk 120 g hrein jógúrt 1 egg 100 g bláber, fersk Blandið saman í skál hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti og blandið vel saman. Bætið bláberjunum varlega út í. Brærið...
Category: <span>Kökur & smákökur</span>
Veislupavlova með ferskum ávöxtum
Þessa uppskrift hef ég margoft verið beðin um að setja inn á síðuna, en einhverra hluta vegna hefur það ekki gerst. Pavlova er elskuð og dáð á mínu heimili og ég veit ekki hversu oft ég hef gert hana fyrir afmæli eða aðrar veislur. Þessi kaka er klárlega leynivopnið mitt. Uppskriftina fékk ég fyrir mörgum...
Smákökur með súkkulaði og hnetusmjöri
Ég ætlaði að gera eitthvað hollt en það var svo mikil rigning að ég hætti við og gerði þessar súkkulaðibitasmákökur í staðinn….hlutirnir verða ekki rökréttari! Þetta var ást við fyrsta bita enda ólýsanlega bragðgóðar. Stökkar en um leið mjúkar, með mildu hnetusmjörbragði sem blandast ljúflega við súkkulaðidropana og salthnetubitana. Það besta er að það tekur...
Hollari kleinuhringir með karmelluglassúr
Ég hef svo gaman að því að skoða fallegar uppskriftarsíður og ekki þykir mér það verra ef að uppskriftirnar eru hollar. Hún Leanne Vogel heldur úti síðunni Healthful pursuit en þar birtir hún uppskriftir sem eru hollar og girnilegar og henta öllum vel en þó sérstaklega þeim sem eru með einhverskonar óþol eða á sérstöku...
Snúðahringur með vanilluglassúr
Ég hef oft bakað snúða áður en aldrei hef ég bragðað á jafn dásamlegum snúðum og þá sem þessi uppskrift hefur uppá að bjóða. Þeir eru svo ólýsanlega mjúkir og bragðgóðir og glassúrinn er engu líkur! Þetta er eitthvað sem þið verðið að prufa og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram...
Lakkrískubbar
Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka. Lakkrískubbar 500 g döðlur saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur...
Bananabrauð með Nutellakremi
Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm! Bananabrauð með Nutellakremi 240 g hveiti...
Rababarapie með kókos og karmellusúkkulaði
Ég er svo heppin að eiga góða nágranna sem gáfu mér rababara í svo miklu magni að hann mun eflaust duga mér út sumarið, kærar þakkir Hanna Björk! Ég var ekki lengi að nýta mér þennan happafeng og skella í þessa dásamlegu uppskrift af rababarapie. Uppskriftin er einföld og fljótleg og bragðast dásamlega með vanilluís....
Klassísk frönsk súkkulaðikaka
Ég get ekki látið það vera að setja þessa dásamlegu köku inn á síðuna. Hér er þó ekkert nýtt á ferðinni, heldur hin dásamlega og ofureinfalda franska súkkulaðikaka sem svo margir kannast við. Hana hef ég eldað í mörg ár og mun eflaust gera í mörg ár í viðbót, enda hefur þessi aldrei klikkað og...
Boudin brownies
Ég biðlaði til ykkar á facebook síðu GulurRauðurGrænn&salt þar sem ég óskaði eftir því að fá að vita hvaða uppskrift ykkur langaði að sjá á síðunni. Ég fékk þar skemmtilegar tillögur sem ég er ætla svo sannarlega að nýta mér á komandi vikum. Ein tillagan var að fá inn fleiri kökuuppskriftir….helst ekki hollar. Að sjálfsögðu bregst ég...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Hráfæðikaka með súkkulaði ganache
Ég hef nú komið með þó nokkrar dásamlega góðar hráfæðikökur sem þið ættuð svo sannarlega að prufa ef þið hafið ekki enn látið verða að því. Í uppáhaldi eru holla og himneska súkkulaðikakan og litríka hráfæðikakan með hindberjamús. Nú höldum við áfram og hér kemur kaka sem gefur hinum ekkert, hráfæðikaka með dásamlegu súkkulaðiganache. Eins og...
Súkkulaðikaka með vanillujógúrt
Rigning = leti = súkkulaðikaka! Ég veit ekki hvað það er en á rigningardögum er nennan oft töluvert minni en á öðrum dögum. Auðvitað ætti maður að rífa sig upp, henda sér í regngallann og gera eitthvað af viti..en nei ég nenni því ekki. Reyndar er löngu hætt að rigna þegar ég skrifa þetta, en...
Draumabitar
Þessa kalla ég draumabita, enda er það að borða þá draumi líkast. Stökkar kornflögur, gróft hnetusmjör, ilmandi kókosmjöl, dásamlegt súkkulaði og rennandi síróp, þarf ég að segja eitthvað meira…já þessir eru rosalegir!!! Það er svosem alveg nóg að fá sér bara 1-2 bita með góðum kaffibolla, en þeir eru hættulega ávanabindandi þannig að það er...
Baby Ruth bomba
Fyrir nokkrum árum þegar ég var tiltölulega nýbyrjuð í vinnunni minni mætti einn starfsmaðurinn með þessa himnesku köku. Það er skemmst frá því að segja að síðan þá hefur þessi starfsmaðurinn verið í sérstöku uppáhaldi og kakan einnig enda fáar kökur sem ná að skáka þessari. Einföld í gerð og frábær í munni. Baby Ruth...
Ósigrandi ostakaka
Það er alltaf jafn gaman að fá góða ostaköku og alveg nauðsynlegt að koma með uppskrift að einni skotheldri. Þessi lungnamjúka rifsberjafyllta ostakaka sameinar allt sem ég elska þegar kemur að bakstri. Hún er fáránlega einföld og fljótleg í gerð en útkoman þessi stórkostlega kaka sem bráðnar í munni. Hindberjununum má að sjálfsögðu skipta út...
Frönsk súkkulaðikaka með karmellukeim
Þessi uppskrift birtist í áramótablaði Gestgjafans og vakti mikla lukku í einni veislu sem ég hélt um daginn. Franska súkkulaðiköku hef ég oft gert áður og fáar kökur sem eru jafn einfaldar og bragðgóðar. Þessi er eins og þessar frönsku nema að í þessari uppskrift er kókoshrásykur sem gefur henni dásamlegan karmellukeim. Það ætti enginn...
Bountybiti með möndlumulningi
Þegar kókos og súkkulaði sameinast að þá gleðjast bragðlaukar mínir. Nú ætlum við að taka Bounty og gera það enn betra. Ójá Bountybiti úr hráfæðilínunni með möndlumulningi er ekki bara falleg sjón heldur líka æðislegt á bragðið. Þið eruð enga stund að gera þessa með góðri hjálp frá töfrasprotanum eða matvinnsluvélinni. Bounty með möndlumulningi Döðlubotn 1...