Þessi er tileinkaður okkur sem elskum sólina, sumarið og óskum þess stundum að við gætum fengið okkur eins og einn pina colada með góðri samvisku áður en við byrjum daginn af alvöru. …og nú er komið að því. Á morgun mun ég vakna og byrja daginn með þessum, nýja æðinu mínu, pina colada le green!...
Category: <span>Lágkolvetna fæði</span>
Kjúklingaleggir með sítrónu og rósmarín
Áhuginn á fæði sem inniheldur lítið af kolvetnum hefur notið aukinna vinsælda. Ég ákvað því að setja inn nýjan flokk í uppskriftirnar mínar með heitir lágkolvetna fæði. Það ætti því að einfalda fólki á þannig matarræði að finna uppskriftir sem hentar. Þessi uppskrift fellur einmitt í þennan lágkolvetna flokk. Hún hentar þó jafnframt öllum enda...
Thailenskt fusion nautasalat
Uppskriftin að þessu thailenska nautasalati birtist nýlega á visir.is og kemur frá Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur sem lauk nýverið þáttöku í Masterchef. Þetta er réttur að mínu skapi og því fór ég strax í að prufa hana. Marineringin gefur þessu salati skemmtilegt og exótískt bragð og alltaf er dásamlegt að borða gott nautakjöt og litríkt grænmeti....
Epla & kasjúhnetusalat
Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt...
Límónukjúklingur
Það má vel vera að febrúar hafi rétt verið að detta inn en sólin skein i dag, daginn er tekið að lengja og þessi frábæri kjúklingur færir sumarið enn nær með sínu dásamlega og ferska sítrusbragði. Það tekur ekki langan tíma að útbúa þennan rétt og hann er algjörlega imbaprúff. Það er hinsvegar gott ef...
Sítrusmarineraður skötuselur með vínberjum
Þessa uppskrift fékk ég senda frá einni kunningjakonu sem sagði að hana yrði ég að prufa. Það þurfti sko ekki að pína mig til þess enda féll ég gjörsamlega fyrir hráefnalistanum skötuselur, vínber og sojasósa..naminamm! Meira að segja selleríið sem mér finnst stundum vera yfirgnæfandi gaf í þessari uppskrift frá sér milt og gott bragð...
Gestabloggarinn Kári Gunnarsson
Þá er komið að því að setja gestabloggarann aftur í gang eftir gott jólafrí. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hversu vel tekið er í þennan hluta og hvað fólk eru tilbúið að taka þátt í því að gefa okkur hinum sína góðu uppskrift. Að mínu mati gefur þetta síðunni þetta auka “töts” og...
Kínverskur kjúklingur með kasjúhnetum 腰果鸡丁
Það eru takmörk fyrir því hversu mörg lýsingarorð hægt er að nota þegar fjallað er um mat og hvað þá góðan mat. Ég held ég hafi nokkurn veginn klárað orð eins og dásamlegt, himneskt, snilld, fullkomnun, ólýsanlegt, ómótstæðilegt, fullkomið og mörg, mörg fleiri. Líklega koma þau þó aftur, en vonandi í aðeins minna mæli. Þannig...
Zucchinipasta með risarækjum & peacanhnetupestó
Okei, okei, þetta er í raun ekki pasta í þeirri mynd sem flestir þekkja, heldur er zucchini rifið niður þannig að það líkist pasta. Þessi réttur hentar því þeim vel sem eru að reyna að auka grænmetisinntöku sína og jafnframt draga úr kolvetnum. Hollur, einfaldur og snilldargóður réttur sem ég mæli með að þið prufið....
Detox salat
Þetta salat kemur öllum sem það bragða skemmtilega á óvart. Það minnir helst á salatið sem maður gerði í matreiðslu í grunnskóla í gamla daga, en bragðið er hinsvegar fjarri því. Stútfullt af næringarefnum og dásamlegt á bragðið. Gott eitt og sér eða sem meðlæti með mat eins og t.d. góðum fiski eða kjúklingi. Detox...
Græna þruman
Það er við hæfi að byrja árið með trompi og með uppskrift að þessum gómsæta ávaxta- og grænmetishristingi. Grænu þrumuna í sinni upprunarlegu mynd getið keypt á veitingastaðnum Lifandi markaður og er hann einn vinælasti heilsudrykkurinn þar, enda alveg einstakur á bragðið. En það er líka gott að geta gripið í hann þegar maður er heima...
Einfaldur kjúlli í karrý með eplabitum
Stundum er svo gott að fá sér bara venjulegan heimilismat sem fljótlegt og einfalt er að gera. Þennan rakst ég á food.com og kolféll fyrir honum enda ferskur, léttur og bragðgóður. Kjúklingur í karrý með litlum eplabitum sem gera ótrúlega mikið fyrir þennan einfalda rétt. Bragðið er milt og kjúklingarétturinn sérstaklega barnvænn. Strákurinn minn sem...
Gestabloggarinn Finnur Þór Vilhjálmsson
Það er mér sönn ánægja að kynna til leiks næsta gestabloggara og matgæðing sem að þessu sinni er Finnur Þór Vilhjálmsson, lögfræðingur. Hann er snillingur í eldhúsinu og tekst að galda fram dýrindis rétti úr hverju sem er án, að því er virðist, nokkurrar fyrirhafnar. Hér eldar hann gómsætan rétt með lambahjörtum, fleski, döðlum og...
Lax með krydduðu hnetukurli
Ég er búin að vera svo ótrúlega spennt að deila með ykkur þessum yndislega fiskrétti. Það er svo gaman að prufa sig áfram með góðan fisk og það kemur mér oft á óvart hversu fiskur getur verið fjölbreytt og skemmtileg máltíð. Með þessari uppskrift getið þið töfrað fram veislumáltíð, lax með krydduðu hnetukurli á ótrúlega...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...
Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi
Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn. Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að...
Bleikja í kókosmjólk
Fagur fiskur í sjó…. Þið þekkið eflaust öll hversu vel chilí, hvítlaukur og engifer eiga saman. Bætið kókosmjólk útí og þið eruð komin með sól og sumaryl í eldhúsið og það í október og toppið það! Þið stjórnið því hversu sterkan þið viljið hafa réttinn en hér vann ég með hálfan chilí með fræjum og...
Skötuselur með mangósalsa
Fallega litríkur og bragðgóður réttur Fiskur er ekki bara fiskur. Góður fiskur getur verið hinn besti veislumatur sé hann eldaður rétt og á skemmtilegan hátt. Hugmyndirnar eru margar og ég hvet ykkur til að prufa ykkur áfram og gera nýja og spennandi rétti sem innihalda fisk. Þessi réttur er frábær á bragðið, eitthvað sem hentar...