Múslíbitar sem eru tilbúnir á stuttri stundu, en þeir eru frábærir sem hollt millimál og innihalda meðal annars hnetusmjör, ristaðar möndlur og í raun því sem hugur ykkar girnist hverju sinni. Þessir klikka ekki! Múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum 170 g döðlur, steinlausar 85 g hunang 65 g hnetusmjör 1 bolli ristaðar möndlur, gróflega...
Category: <span>Meðlæti</span>
Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”
Fljótlegir, þægilegir og ljúffengir réttir Nýlega fékk ég tækifæri til að prufa Simply add Fish sósurnar en þær koma frá Svíþjóð og hafa vakið mikla lukku þar í landi. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég byrjaði að elda og verð eiginlega að segja að þær komu mér virkilega á óvart – þvílík...
Stökkt hrökkkex og allra besti hummusinn
Ég hef ítrekað verið beðin um að setja inn uppskrift af mínum uppáhalds hummus og eftir nokkra mánaða aðlögunar- og umhugsunarfrest er ég loksins tilbúin að deila uppskrift af hummus sem er að mínu mati sá allra besti. Hér eru það sólþurrkuðu tómatarnir sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Með honum fylgir svo uppskrift af frábæru...
Besti kjúklingaréttur EVER!
Það er kominn tími til að bjóða velkominn til okkar næsta gestabloggara með rétt sem ég held ég gæti ekki verið spenntari að kynna, en það er matgæðingurinn og snillingurinn hún Sigurlaug Jóhannesdóttir sem heldur úti hinu dásamlega bloggi Sillaskitchen. Silla elskar mat og allt sem tengist honum hvort sem það er að borða hann...
Parmesan kartöflur
Þetta er alveg þrusugóður réttur til að hafa sem meðlæti með uppáhaldsaðalréttinum ykkar. Kjöt eða fiskur – allt prótein kann að meta góðar kartöflur sér til halds og trausts! Parmesan kartöflur Fyrir 4 500 g kartöflur Ólífuolía 50 g brauðmylsna 3 msk parmesanostur, rifinn ½ msk rósmarín, þurrkað 1 tsk hvítlauksduft salt og pipar Skerið...
Nachos með mozzarella og chorizo pylsu frá Tapas barnum
Ég er mikill aðdáandi spænskrar matargerðar og þykir fátt skemmtilegra en að gæða mér á tapasréttum í frábærum félagsskap. Mér þótti það því spennandi þegar að ég frétti að Tapasbarinn væri farinn að selja hágæða chorizo pylsu til viðskiptavina sinna sem þeir geta svo sjálfir notað í eldamennsku eða hreinlega smellt henni beint á ostabakkann....
Mangósalat með grilluðum andabringum
Ég veit ekki hvort ég gæti verið mikið spenntari að deila með ykkur þessari uppskrift. Hún er svo mikið uppáhalds að það eina sem ég get sagt er – gerið þessa! Uppskriftin er hvort í senn dásamleg í einfaldleika sínum og svo bragðgóð að ég hreinlega get ekki beðið eftir því að elda hana aftur....
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Brokkolísalatið sem beðið er eftir
Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og...
Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum
Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er bókin FRESH & EASY eftir höfundinn Jane Hornby. Í þessari bók kemur hún með uppskriftir af litríkum og ferskum mat sem eru bæði einfaldar og fljótlegar og hefur verið mikið notuð á mínu heimili. Hér birti ég eina frábæra uppskrift úr þessari bók sem ég eldaði um daginn, en...
Mangó raita
Þegar kemur að því að elda góðan mat er það oft meðlætið sem setur punktinn yfir i-ið. Með því að bjóða uppá spennandi meðlæti er oft hægt að hafa aðalréttinn sjálfan einfaldan og fljótlegan. Ein af uppáhalds léttu sósunum mínum hefur til lengri tíma verið raita með agúrku og hefur hún verið gerð margoft á þessu...
Létt kartöflusalat með eplabitum
Kartöflusalat er svo mikið sumar og bráðnauðsynlegt með hinum ýmsu grillréttunum. Þetta kartöfusalat er létt og ferskt með sýrðum rjóma og eplabitum og smellpassar með flestum grillréttum. Fljótlegt og bragðgott…þið sláið í gegn með þessari uppskrift. Létt kartöflusalat með eplabitum 6-8 kartöflur, soðnar kartöflur skornar í stóra teninga 1 1/2 rautt epli, skorið í teninga...
Kjúklinga kebab með líbönskum hrísgrjónum
Ummm þessi réttur er snilldin ein og þvílík veisla fyrir bragðlaukana. Uppskriftin er ofureinföld þó hráefnin séu í meira lagi að þessu sinni, en látið það ekki fæla ykkur frá. Ég vann mér í haginn og útbjó þennan rétt kvöldinu áður en ég eldaði hann og lét hann marinerast í sólahring. Útkoman var stórkostleg! Hrísgrjónin...
Heimagerð Dukkah
Dukkah er egypsk kryddblanda sem saman stendur af hnetum, kryddum og fræjum. Algengast er að hún sé borin fram með brauði sem fyrst er dýft í olíu og síðan í kryddblönduna sem festist þá við brauðið. En möguleikarnir eru margir og einnig er hægt er að nota dukkah á kjöt, fisk, grænmeti o.s.frv. Dukkah færir...
Hasselback kartöflur í sætri útgáfu
Sætar kartöflur hafa í nokkurn tíma verið mitt uppáhald og það er gaman að prufa ýmsar útgáfur af þessu frábæra meðlæti. Áður hef ég birt uppskrift af sætum frönskum kartöflum sem leyna heldur betur á sér ásamt þessari sætu með fyllingu. Báðar uppskriftir sem ég hvet ykkur til að prufa ef þið hafið ekki gert...
Döðlu & ólífupestó
Uppskriftina að þessu brjálæðislega góða döðlu & ólífupestói fékk ég hjá henni Karin Ernu Elmarsdóttur. Ég var stödd í boði þar sem þetta var á boðstólnum og ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég smakkaði það, þvílík dásemd. Ég linnti ekki látum fyrr en ég fékk uppskriftina sem hún Karin á sjálf heiðurinn að....