Nýlega kom út fyrsta bók GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – en hún inniheldur uppskriftir að fljótlegum kvöldmat, meðlæti og eftirréttum sem hentar bæði virka daga og um helgar og er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem elska að borða góðan mat en hafa ekki mikinn tíma til að standa í eldhúsinu. Í bókinni er mikið...
Category: <span>saumaklúbbsréttir</span>
BUGL – Tæland og bragðmikil mexíkósúpa með kjúklingi
Fljótlegir réttir fyrir sælkera Síðustu vikur hefur verið mikið að gera í kringum bók mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – og óhætt að segja að hver einasta mínúta verið vel skipulögð. Ég hef fengið að upplifa ótrúlega skemmtilega hluti og þar ber helst nefna dásamlegar viðtökur ykkar við bókinni – sem er framar öllum vonum...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...
Indversk kjúklingasúpa
Helgin mín var heldur betur skemmtileg en ég var að kynna nýju matreiðslubókina mína – Fljótlegir réttir fyrir sælkera – á bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar bauð ég gestum og gangandi upp á Kúlugottið dásamlega. Ég bjó til 5000 stykki fyrir helgina sem kláruðust öll og í hvert skipti sem fólk smakkaði heyrði ég alltaf..ummmmm. Þarna voru...
Brokkolísalatið sem beðið er eftir
Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og...
Heitur karmellu- og eplaeftirréttur og bókin Fljótlegir réttir fyrir sælkera
Síðustu vikur hef ég haft í nógu að snúast og óhætt að segja að allir dagar hafi snúist um mat. Ég vaknaði, eldaði, smakkaði, tók myndir og smakkaði svo aðeins meira og leiddist það sko ekki. Afraksturinn er þessi matreiðslu bók mín GulurRauðurGrænn&salt – Fljótlegir réttir fyrir sælkera. Með Fljótlegum réttum fyrir sælkera tekur...
Taco pítsa
Ég elska, dýrka og dái mexíkóskan mat og prufa hann oft og í mörgum útfærslum. Nýlega var það mexíkósk pítsa sem varð fyrir valinu og vakti mikla lukku hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þá sérstaklega hjá mér þar sem hún sameinar það tvennt sem ég elska mest, er bæði bragðgóð og fljótleg í gerð. Taco pizza...
Fræhrökkbrauðið góða
Hér er góð útgáfa af þessu sívinsæla, holla og næringarríka fræhrökkbrauði sesm tilvalið er að hafa sem snarl yfir daginn eða bjóða upp á í saumaklúbbnum. Vekur ávallt lukku! Fræhrökkbrauð ½ dl sólblómafræ ½ dl sesamfræ 3/4 dl hörfræ ½ dl graskersfræ ½ tsk salt 1 dl maizenamjöl ½ dl matarolía 1 ½ dl sjóðandi vatn...
Pizza bianca með heimagerðri hvítlauksolíu, klettasalati og parmaskinku
Gestabloggarinn að þessu sinni er hann Ragnar Freyr Ingvarsson sem heldur úti matarblogginu Læknirinn í eldhúsinu en hann var að gefa út sína fyrstu bók. Bókin heitir Læknirinn í eldhúsinu og inniheldur nýjar og freistandi uppskriftir. Alls 500 blaðsíður af nautn og rjóma. Kjöti og safa. Sósum og unaði. Kryddum og kitlandi sælu. Ostum, lundum, hvítlauk...
Ofureinfaldur kjúklingaréttur með sveppum og þistilhjörtum
Kjúklingaréttur með þistilhjörtum Þegar maður kemst á bragðið með að borða þistilhjörtu er erfitt að hætta. Fersk eru þau einhver allra fyrirhafnarmesti matur sem finnst – og í þokkabót grátlega lítið ætt af hverju og einu. En bragðið heldur manni við efnið. Marineruð í olíu í krukku eru þau aðeins auðveldari viðfangs. Og ekkert síðri....
Crostata með bláberjum
Crostata kemur upprunarlega frá Ítalíu og er baka eða deig sem er fyllt með ýmsu góðgæti. Hér er fyllingin með bláberjum og rjómaosti en bláberjunum en má auðveldlega skipta út fyrir önnur ber eða ávexti. Þessi er bæði einföld og fljótleg í gerð og hreinn unaður að borða með vanilluís og/eða rjóma. Borðbúnaður Indiska...
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Salatvefjur minna mig alltaf á Bandaríkin. Ef ég er svo heppin að vera á leiðinni þangað er það alltaf á “to-do” listanum að fá mér salatvefju! Það hljómar kannski ekki spennandi, en þeir sem hafa prufað þær og það á stað sem er kenndur við ostakökuverksmiðju vita hvað ég meina. Þar eru þær ólýsanlega góðar...
Næstum því Snickers
Þessir nammibitar eru af hollari gerðinni og komast ansi nálægt því að vera eins og Snickers á bragðið. Þeir eru einfaldir í gerð með hollu nougat-, karmellu- og salthnetufyllingu og þetta er að lokum toppað með þunnu lagi af dökku súkkulaði. Hreint út sagt dásamlegir! Nammi namm! Næstum því Snickers ca. 16 bitar Nougat 185...
Baka með aspas, beikoni og rjómaostafyllingu
Það er skemmtilegt að útbúa bökur og raða í þær þeim hráefnum sem hugurinn girnist hverju sinni. Að þessu sinni sameinast mín uppáhalds hráefni í dásamlega böku sem gaman er að bjóða upp á. Bökur er gott að útbúa deginum áður og bera fram kalda eða hita örlítið í ofni áður en hún er borin...
Snúðahringur með vanilluglassúr
Ég hef oft bakað snúða áður en aldrei hef ég bragðað á jafn dásamlegum snúðum og þá sem þessi uppskrift hefur uppá að bjóða. Þeir eru svo ólýsanlega mjúkir og bragðgóðir og glassúrinn er engu líkur! Þetta er eitthvað sem þið verðið að prufa og getur engan veginn klikkað. Snúðarnir eru dásamlegir volgir, bornir fram...
Lakkrískubbar
Uppskriftin af þessum dásemdar lakkrískubbum barst frá einni vinkonu til þeirrar næstu þar til að hún barst mér. Þeir eru hrikalega fljótlegir og einfaldir í gerð en um leið hættulega góðir og ég get ekki annað en leyft ykkur að njóta þeirra líka. Lakkrískubbar 500 g döðlur saxaðar smátt 250 g smjör 120 g púðursykur...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Smáborgarar með brie, sultuðum lauk og chillí mayo
Ég hélt á dögunum smá veislu þar sem ég bauð meðal annars upp á þessa litlu, krúttlegu og veisluvænu hamborgara. Til að gera langa sögu stutta að þá slógu þeir allrækilega í gegn og gerðu þar af leiðandi veisluna enn betri fyrir vikið. Góðir hamborgarar á sumarkvöldi koma svo sannarlega sterkir inn og það er...