Ég sat í gær svöng og borðaði ávaxtamauk frá dóttur minni, ógeðslega fúl yfir því að eiga ekkert sætt og gott til að borða. Dreymdi um að einhver kæmi með nýbakaða súkkulaðiköku með mjólk handa mér, en sá draumur rættist ekki!!! Hvað er það samt? Ákvað hinsvegar þá að gera eitthvað ótrúlega gott í eldhúsinu...
Category: <span>Vinsælast</span>
Heimsins besti kjúklingur
Ég held að ég hafi mögulega verið að borða mína allra bestu og einföldustu máltíð í langan tíma. Kjúklingaréttur sem tók mig innan við 5 mínútur að útbúa og inniheldur aðeins 5 hráefni, að kjúklingnum meðtöldum. Niðurstaðan er mjúkur, safaríkur og ótrúlega bragðgóður kjúklingur með sætu sinnepsbragði. Hentar vel bæði hversdags sem og um helgar....
Tómata & basilsúpa
Það er fátt dásamlegra en góð súpa. Súpur ylja og gleðja á köldum vetrardögum og skilja mann eftir sælan, sáttan og passlega saddan. Þegar ég er með fjölmennar veislur geri ég oftar en ekki súpu af einhverri gerð. Ég gerði þessa tómata og basilsúpu um daginn og bar fram með þessu einfalda brauði sem alltaf...
Fljótlega og holla kjúklingavefjan
Á virkum dögum er maður oft að glíma við tímaleysi þegar kemur að kvöldmat og oftar en ekki þarf maður að finna eitthvað fljótlegt og gott en er samt ekki tilbúin að gefa eftir í hollustunni. Þessi réttur er einmitt tilvalinn á svona dögum. Með tilbúnum grilluðum kjúklingi getur þessi réttur verið tilbúinn á innan...
Thailensk kjúklingasúpa fyrir sálina
Langar þig að bragða eina bestu súpu sem þú hefur á ævinni bragðað og skella þér um leið með bragðlaukana og hugann til Thailands? Ef svarið er já er þetta súpan fyrir þig! Hún færir þér sól í hjarta og gælir við bragðlaukana. Hér smellpassa öll hráefni einstaklega vel saman og úr verður þessi dásemdar...
Girnilegt grænmetis lasagna
Var ég búin að segja ykkur að ég elska grænmeti? Allir þessir litir, form, lögun og öll þessi mismunandi brögð. Ég er ekki grænmetisæta, en ég sæki klárlega mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er ýmiskonar grænmeti. Lasagna er réttur sem maður fær aldrei nóg af og á alltaf vel við og hentar bæði...
Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi
Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn. Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að...
Spaghetti með sítrónu, parmesan og klettasalati
Um þennan rétt langar mig svo að segja “it had me at hello” og ég veit að þegar þið takið fyrsta bitann og finnið pastað bráðna í munni ykkar og dásamlegt samspil sítrónunnar og parmesanostsins að þið eruð þið líka kolfallin. Það besta er svo að þessi réttur er fljótlegur, einfaldur og algjörlega óhætt að...
Ciabatta með nautakjöti og bernaise sósu
Hvað er hægt að segja? Þarf að segja eitthvað? Þessi stendur bara alltaf fyrir sínu og svo miklu meira en það! Þið getið gert ykkar eigin bernaise, en ég er búin að finna þá bestu og hún fæst á Hamborgarabúllunni hana mun ég aldrei toppa. Því fer ég bara þangað og kaupi hana og nýt...
Kjúklingaréttur sem kitlar bragðlaukana
Kjúklingarétturinn sem allir elska Í einu orði sagt dásamlegur réttur og sannkölluð hátíð fyrir bragðlaukana. Ég prufaði hér í fyrsta sinn að ofngrilla paprikur og eggaldin sem gerir gæfumuninn í þessum rétti og komst að því að það er ótrúlega einfalt og skemmtilegt. Ekki láta það fæla ykkur frá. Nú ef þið leggið alls ekki...
Brauðið
Reisulegt & fallegt, hér fyllt með hvítlauk og rósmarín Hafið þið reynt að gera heimabakað brauð, en aldrei tekist almenninlega? Eftir að þið prufið þessa uppskrift er misheppnaður brauðbakstur úr sögunni. Undirbúið ykkur undir aðdáun annarra og mögulega frægð (amk meðal fjölskyldu og vina) fyrir brauðIÐ ykkar! Fólk á eftir að dásama útlitið, bragðið og...
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað? Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært...