Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Recipe Category: <span>fiskur</span>
Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti
Hér er á ferðinni fiskréttur fyrir lúxusgrísi og nautnaseggi með meiru sem láta sér engan veginn nægja að fá soðna ýsu. Einfaldur en gjörsamlega ómótstæðilegur fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti sem gleður! Fiskréttur með eplum, beikoni og bræddum camembertosti 3 græn epli, afhýdd og skorin í bita 1 paprika (græn eða rauð), skorin...
Silungur með spínati og kókosmjólk
Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu Silungur og sætar kartöflur eru ekki bara lík á litinn heldur er ást og samlyndi með þeim í matargerð á við bestu hjónabönd. Hér hvílir silungurinn á spínatbeði þegar kartaflan kemur og þekur hann, síðan sjá sósan og hitinn um að líma allt saman. Kókosmjólkin og karrímaukið...
Humarsalat með cous cous og graskersfræjum
Ahhh hvað aðventan er tími til að njóta lífsins í mat og drykk í góðum félagsskap. Góður matur þarf hvorki að vera óhollur né fitandi, þó það sé i góðu lagi einstaka sinnum líka, en að mínu mati er langbest ef að maturinn er litríkur og gefur manni góða næringu. Þetta salat er það sem...
Himneskur pastaréttur með risarækjum, pestó, chillí, hvítlauk og steinselju
Helgarrétturinn er mættur í öllu sínu veldi en hér er á ferðinni frábær pastaréttur sem á vel við bæði þegar á að gera vel við sig á góðum degi sem og þegar halda skal matarboð eða stærri veislur. Pastarétturinn er ofur einfaldur í gerð og svo góður að þið sláið í gegn með þennan og...
Bacalao fyrir sælkera
Á Spáni og raunar flestum miðjarðarhafslöndum er saltfiskur yfirleitt borinn fram talsvert minna saltur en hér á landi. Þurrkaður fiskurinn er útvatnaður í 2 sólarhringa eða lengur, þ.e. látinn standa í vatni sem skipt er reglulega um. Mörg dæmi eru um það meðal Íslendinga að fólk hafi fyrst fengið smekk fyrir saltfiski eftir að hafa...
Fiskur í rjómalagaðri tómatakryddjurtasósu og grískt salat með blómkáls “couscous”
Fljótlegir, þægilegir og ljúffengir réttir Nýlega fékk ég tækifæri til að prufa Simply add Fish sósurnar en þær koma frá Svíþjóð og hafa vakið mikla lukku þar í landi. Ég vissi ekki hverju ég ætti von á þegar ég byrjaði að elda og verð eiginlega að segja að þær komu mér virkilega á óvart – þvílík...
Syndsamlega góður lax með sætu chilímauki
Fiskiátakið mikla er hafið enn eina ferðina og hefst á þessum himneska fiskrétti sem veldur engum vonbrigðum. Mánudagsfiskurinn verður hátíðarmatur með þessum fljótlega, góða og holla rétti. Sæta chilímaukið er passlega sterkt, en ef þið eruð efins að þá látið þið aðeins minna af chilíflögunum og bætið svo meira út í eftir smekk. Þegar ég...
Fiskur í ómótstæðilegri mangó-hnetusmjörssósu
Ég er alltaf í leit af góðri fiskiuppskrift og þegar ég rakst á þessa girnilegu uppskrift á Heilsutorg.com varð ég ekki róleg fyrr en ég prufaði hana. Heiðurinn af uppskriftinni á Sólveig Sigurðardóttir, en Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur sérstakan áhuga á hollri matargerð. Hún mun ásamt Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni standa fyrir spennandi matreiðslunámskeiði...
San Sebastian og grillaðar tígrisrækjur með hvítlauk
Eins og kannski mörg ykkar vitið var það ferð til Barcelona og allur góði maturinn sem ég fékk þar sem varð innblásturinn að þessari síðu. En það gefur mér ótrúlega mikið að fara til annarra landa og fá að kynnast matarvenjum og siðum innfæddra. Ég hef nokkrum sinnum farið í heimaskipti en þá skiptum við...
Fiskur með ómótstæðilegu hvítlaukssmjöri
Hollur og góður fiskréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur í gerð en gælir við bragðlaukana líkt og kokkurinn hafi verið marga daga í eldhúsinu. Vekur lukku og á sérstaklega vel við nú þegar að sólin er farin að skína. Gott er að opna eina vel kælda hvítvín með þessum rétti sé stemmning fyrir því...
Parmesan ýsa uppáhald allra
Maður á aldrei nógu mikið af uppskriftum sem sýna aðrar leiðir til að elda ýsu en gömlu soðninguna. Hér er ein sem notar ofngrillið og parmesan-smjör sem borið er á fiskinn undir lok eldamennskunnar. Hráefnin í parmesan smjörinu eru sérstaklega viðkvæm fyrir ofeldun og bruna þannig að fylgist vel með fiskinum þessar síðustu mínútur. Ef...
“Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu
Enn eitt átakið í því að borða fisk oftar er hafið. Í raun skil ég ekki af hverju fiskur er ekki á borðum hjá okkur 4-5 sinnum í viku í einhverri mynd, svo góður er hann…þar að segja sé uppskriftin góð. Þessi uppskrift sem ég gef ykkur hér er ótrúleg og fékk fullt stig húsa...
Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld
Gestabloggararnir koma nú hver á fætur öðrum með sína snilldaruppskrift. Hér er á ferðinni sjúklega girnileg uppskrift af laxi með rjómaosti og hnetukurli sem einfaldur og fljótlegur í gerð og allir ættu að ráða við. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga hjónin Tinna Guðjónsdóttir og Gunnar Gíslason en þau eyða ófáum stundum í eldhúsinu sem er...
RUB23 – Ofnbakaður lax með kryddjurtamauki
Nýlega lá leið mín með góðum vinum á veitingastaðinn RUB23. Það er skemmst frá því að segja að sú ferð var mikil gleðiferð. Ekki nóg með það að maturinn hafi verið skemmtilega útfærður, frumlegur og góður, að þá var þjónustan jafnframt framúrskarandi. Það er alltaf ánægjulegt þegar að veitingastaðir leggja áherslu á að starfsfólkið sé...
Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu
Við byrjum nýja viku á uppskrift af dásamlegum fiskrétti með ítölskum blæ. Tómatar, hvítlaukur og fersk basilíka ásamt bræddum mozzarella gera þennan einfalda fiskrétt hreint ótrúlega bragðgóðan. Ítalskur fiskréttur með tómata og basilblöndu fyrir 4 7-800 g hvítur fiskur safi úr 1/2 sítrónu ólífuolía salt og pipar 1 box kirsuberjatómatar, skornir í tvennt 1 lúka...
Lax með agúrkusalsa og sinnepskartöflum
Ein af mínum uppáhalds matreiðslubókum er bókin FRESH & EASY eftir höfundinn Jane Hornby. Í þessari bók kemur hún með uppskriftir af litríkum og ferskum mat sem eru bæði einfaldar og fljótlegar og hefur verið mikið notuð á mínu heimili. Hér birti ég eina frábæra uppskrift úr þessari bók sem ég eldaði um daginn, en...
Sushipítsa
Ef ég ætti að nefna einn af mínum uppáhalds réttum væri það klárlega þessi. Sushipitsa kemur frá veitingastaðnum Rub23 og ég man þegar ég bragðaði hann fyrst á Akureyri fyrir mörgum árum. Sú upplifun var algjörlega ólýsanleg! Uppskriftin að sushipítsunni birtist í Morgunblaðinu þann 17. febrúar á þessu ári og hreinlega öskraði á mig. Heppin...