Það er óhætt að segja að maturinn sem sumarið kemur með sé í miklu uppáhaldi, enda spilar litríkt grænmeti og ávextir þar stórt hlutverk, þannig að úr verður matur sem sér algjörlega um að skreyta sig sjálfur. Kjúklingasalöt skipa stóran sess í sumarmat fjölskyldunnar enda bæði einföld í gerð, létt í maga, bragðgóð og full...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Syndsamlega góðar kjötbollur í kókoskarrýsósu
Ég hef ekki farið leynt með það hversu hrifin ég er af asískri matargerð og þá sérstaklega vegna ferskleika hráefnisins og hollustunnar sem fylgir því að elda og gæða sér á þannig mat. Ég birti um áramótin færslu þar sem ég sagði stuttlega frá ferð fjölskyldunnar til Tælands yfir jólin ásamt því að gefa uppskrift af...
Ofnbökuð fajitas veisla
Mexíkóskur matur er alltaf jafn góður og á mínu heimili var kominn tími á klassískar tortillur með fullt af grænmeti og góðum kjúklingi. Ég rakst á spennandi uppskrift þar sem kallaði á mig en þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi og ég hreinlega varð að prufa. Hér er grænmeti og kjúklingi blandað saman í ofnfast mót...
Súkkulaðikaka á einni mínútu
Suma daga þarf ég að fá súkkulaði ekki seinna en núna! Löngunin hellist skyndilega yfir mig og ég geri dauðaleit af bökunarsúkkulaðinu sem stundum er til. Reyni að fá mér rúsínur til að róa sykurpúkann, en hann lætur ekki blekkjast. Í tilfellum sem þessum kemur þessi uppskrift eins og himnasending. Hér fær fljótlegt nýja merkingu...
“Restaurant style” fiskur með kapers og sítrónurjómasósu
Enn eitt átakið í því að borða fisk oftar er hafið. Í raun skil ég ekki af hverju fiskur er ekki á borðum hjá okkur 4-5 sinnum í viku í einhverri mynd, svo góður er hann…þar að segja sé uppskriftin góð. Þessi uppskrift sem ég gef ykkur hér er ótrúleg og fékk fullt stig húsa...
Gestabloggarar Tinna og Gunnar með laxasnilld
Gestabloggararnir koma nú hver á fætur öðrum með sína snilldaruppskrift. Hér er á ferðinni sjúklega girnileg uppskrift af laxi með rjómaosti og hnetukurli sem einfaldur og fljótlegur í gerð og allir ættu að ráða við. Heiðurinn af þessari uppskrift eiga hjónin Tinna Guðjónsdóttir og Gunnar Gíslason en þau eyða ófáum stundum í eldhúsinu sem er...
Thai kjúklingapítsa með heimagerðri sataysósu
Ég elska pítsur, hef prufað ýmsar útgáfur af þeim og flestar bara tekist þrusuvel. Það er hinsvegar gaman að prufa eitthvað nýtt og öðruvísi og enn betra þegar það síðan slær í gegn. Hér er á ferðinni fljótleg og frábær útgáfa af kjúklingapítsu þar sem pítsabotninn er naanbrauð, pítsasósan er himnesk heimagerð sataysósa og áleggið...
Gestabloggarinn Ragga Nagli
Það er ekki eingöngu þegar að maður er lítið barn sem maður velur sér fyrirmyndir í lífinu. Fyrirmyndirnar hafa að sjálfsögðu breyst eftir því sem árunum hefur fjölgað og nú eru fyrirmyndirnar mínar meðal annars fólk sem er einlægt, hefur jákvæðni að leiðarljósi, býr yfir einstakri reynslu sem það nær að miðla áfram og er...
Bananaís með hnetusmjöri og oreomulningi
Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að það væri augljóst eftir að hafa rennt í gegnum matarbloggið hvaða hráefni væru í uppáhaldi hjá mér. Ég hafði nú ekki tekið eftir því sjálf en þegar hún benti mér á það var það augljóst..kannski einum of. Meðal þessara uppáhalds hráefna er hnetusmjör mjög ofarlega á listanum...
Basilkjúklingur með hlynsýrópi og grilluðum fetaosti
Þetta er með betri máltíðum sem ég hef bragðað í..tja að minnsta kosti nokkra klukkutíma. Kjúklingurinn marineraður í hlynsýrópi, gott basilpestó, tómatar og grillaður fetaostur gefa þessum rétti tíu stjörnur. Ég er mikið farin að nota úrbeinuð kjúklingalæri og finnst þau vera góð tilbreyting frá kjúklingabringunum og gerði það í þessari uppskrift, bæði er þó...
Lax í engifer og hvítlauksmarineringu með fetaostakartöflumús
Frábær fiskréttur sem vakti mikla lukku hjá fullorðna fólkinu sem og litlu grísunum mínum sem sleiktu diskana sína og báðu um meira. Kartöflumúsin er dásamlegt meðlæti með fetaosti og grillaðari papriku sem gefur réttinum skemmtilegan blæ. Upskriftina fann ég á vefnum http://kokkfood.blogspot.com/ en þar deilir Sigurrós Pálsdóttir ótrúlega girnilegum uppskriftum sem ég hvet ykkur til að...
Tagliatelle með kjúklingi, þistilhjörtum, sólþurrkuðum tómötum og rjómalagaðri hvítlaukssósu
Hér er á ferðinni vinsæll pastaréttur með einni útgáfu af hinni frægu Alfredo sósu. Matarmikill réttur með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og þistilhjörtum toppað með rjómalagaðri hvítlaukssósu og beikonbitum. Að sjálfsögðu má leika sér með hráefnin og oft bæti ég sveppum saman við. Sósuuppskriftin er vel stór enda misjafnt hversu mikið af sósu fólk kýs með...
Kjúklingasalat í öllum regnbogans litum
Þetta kjúklingasalat er í miklu uppáhaldi hjá mér og það nægir í rauninni bara að horfa á það til að átta sig á því af hverju. Allir þessir fallegu litir komnir saman í matarmikla, næringarríka og ljúffenga máltíð. Reyndar svo ljúffenga að börnin borða þetta með allra bestu lyst, þó kannski sé fussað og sveiað...
Pastarétturinn sem átti fullt af vinum!
Það er nú yfirleitt þannig að langflestir elska að gæða sér á góðu pasta. Þegar kemur að góðum pastaréttum eru útgáfurnar ansi margar en þessi er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum enda stútfullur af góðri næringu og bragðið er himneskt – ekki skemmir hvað hann er fljótlegur í gerð. Ég nota matvinnsluvél við...
Indversk máltíð!
Ég er algjört kósídýr og nýti hvert tækifæri til að hafa það huggó. Í mínum huga er kósí meðal annars góður matur, kertaljós, sófakvöld með krökkunum, myrkrið, mjúkir sokkar og rauðvínsglas svo eitthvað sé nefnt. Á Vísindavefnum rakst ég hinsvegar á spurninguna Hvað er kósí? og í tilefni þess að Bóndadagurinn nálgast og margir í...
Karmellukjúklingur
Í aðdraganda jólanna er svo gott að gera vel við sig í mat, drykk og góðum félagsskap. Ég kýs að hafa matinn afslappaðan og einfaldan en þó hátíðlegan á skemmtilegan hátt. Karmellukjúklingurinn fellur undir þann flokk og svo gaman að hóa góða vini saman og gæða sér á þessum dásamlega rétti. Karmellukjúklingur 4 kjúklingabringur 1...
Kjúklingaréttur með hnetusmjörsósu
Ummmm! Ég fékk góða gesti í heimsókn um daginn. Þar bauð ég upp á þennan dýrindis kjúklingarétt með sósu sem er að mínu mati æðri öllum öðrum sósum sem ég hef bragðað. Gestirnir sleiktu diskinn þegar ég sá ekki til og ég sleikti diskinn þegar að þeir sáu ekki til. Meðmælin gerast ekki betri en...
Spicy kjúklingaleggir með gráðostasósu
Í gamla gamla gamla daga, vann ég á veitingastað þar sem fjörug tónlist ómaði, íklædd stuttum hvítum kjól sem var allur útnældur. Þessi staður hét Hard Rock Café og var staðsettur í Kringlunni. Matseðillinn samanstóð af réttum sem enn þann daginn í dag standa fyrir sínu eins og ostastangirnar, salatvefjurnar, grísaborgarinn, grænmetisborgarinn, brownie ístertan, djöflatertan...