Það eru réttir eins og þessir sem veita mér mesta ánægju í eldamennskunni. Réttir sem eru svona fallegir á litinn, gaman að meðhöndla og lykta eins og sumarið. Þessi gómsæti kjúklingaréttur er sumarið! Hann er súperhollur, það tekur enga stund að útbúa hann og hann rennur sérstaklega ljúflega niður með kældu hvítvíni. Gleðilegt sumar..aftur! Sólskinskjúklingur ...
Recipe Category: <span>Kjöt</span>
“Man burger”
Þetta er fyrir ykkur karlmennina þarna úti sem hafið sætt ykkur við grænmetisrétti, hrákökur, boozt og rauðrófudrykki þegjandi og hljóðalaust meðan ykkur dreymir um eitthvað aðeins meira djúsí. Það er skemmtilegt að gera sinn eigin hamborgara og sérstaklega skemmtilegt þegar að útkoman er svona góð. Lykillinn að þessari dásemd felur það í sér að láta...
Kjúklingur í basil rjómasósu
Þessi skemmtilegi kjúklingaréttur var gerður hérna eitt kvöldið og vakti mikla lukku. Sósan er hér í algjöru aðalhlutverki með keim af basil, rjóma og sólþurrkuðum tómötum. Réttinn tekur ekki langan tíma að gera, en útkoman er sannkallaður veislumatur. Kjúklingur í basil rjómasósu 1/2 bolli mjólk 1/2 bolli brauðrasp (eða 2 vel ristaðar brauðsneiðar settar í...
Rjómalagað kjúklinga pestó pasta
Ég hef áður komið með uppskrift að köldu pastasalati sem ég er vön að hafa í öllum veislum og slær alltaf í gegn. Nú kem ég með uppskrift að pastarétti sem kemur svo sannarlega með tærnar þar sem hitt salatið hefur hælana bæði hvað varðar einfaldleika og það hversu ótrúlega gott það er. Rjómalagað kjúklingapestó...
Kjúklinga enchiladas
Þegar kemur að því að elda mexíkóskan mat vantar oft ansi mikið uppá frumlegheitin á þessum bæ og yfirleitt endar þetta á því að ég steiki kjúkling og grænmeti á pönnu og set í vefju sem er jú voða gott. En í þetta sinn langaði mig að prufa eitthvað alveg nýtt, eitthvað alveg sjúklega gott...
Thailenskt fusion nautasalat
Uppskriftin að þessu thailenska nautasalati birtist nýlega á visir.is og kemur frá Dagbjörtu Ingu Hafliðadóttur sem lauk nýverið þáttöku í Masterchef. Þetta er réttur að mínu skapi og því fór ég strax í að prufa hana. Marineringin gefur þessu salati skemmtilegt og exótískt bragð og alltaf er dásamlegt að borða gott nautakjöt og litríkt grænmeti....
Kjúklingur með tómötum og mozzarella
Hér kemur uppskrift að kjúklingarétti sem ég gerði úr því sem var til í ísskápnum í þetta sinn. Ég bar hann fram með ofnelduðum sætkartöflum og döðlum ásamt klettasalati. Eg bjó til brauðmylsnu með því að rista 2 brauðsneiðar og setti þær í matvinnsluvél, en þið getið að sjálfsögðu keypt tilbúna út í búð. Voða...
Einfaldur kjúlli í karrý með eplabitum
Stundum er svo gott að fá sér bara venjulegan heimilismat sem fljótlegt og einfalt er að gera. Þennan rakst ég á food.com og kolféll fyrir honum enda ferskur, léttur og bragðgóður. Kjúklingur í karrý með litlum eplabitum sem gera ótrúlega mikið fyrir þennan einfalda rétt. Bragðið er milt og kjúklingarétturinn sérstaklega barnvænn. Strákurinn minn sem...
Kjúklingabollur með tómatgljáa
Ég er svo óóóóóótrúlega spennt að deila þessari uppskrift með ykkur að það hálfa væri nóg. Þessar kjúklingabollur eru hrikalega góðar og ég get ekki ímyndað mér þá mennskju sem ekki bilast af ánægju við að bragða þessar. NAMMI! Þær eru hollar, einfaldar og sjúklega góðar á bragðið. Algjörlega nýja æðið mitt og elskaðar af...
Coq au Riesling
Þessi réttur hefur fylgt mér lengi og hann hef ég oft eldað þegar gesti ber að garði. Hann er einfaldur og dásamlega bragðgóður. Uppskriftin er upprunarlega með beikoni, en ég nota hinsvegar yfirleitt parmaskinku í staðinn og það bragðast frábærlega. Nú nálgast helgin og um að gera að slá í gegn hjá heimilisfólkinu og elda...
Tortilla með nautakjöti mozzarellaosti og spínati
Föstudagskvöld eru alltaf æðisleg! Vikan að klárast og tími til að hafa það notalegt með fjölskyldu og vinum, sofa út (svona eins langt og það nær), sundferðir, bakstur og almenn huggulegheit. Á föstudagskvöldum er nennan til að vera lengi í eldhúsinu hinsvegar lítil, en þá langar okkur samt í eitthvað voðalega gott. Þessi réttur smellpassar...
Volgt lambakjötssalat í balsamiklegi
Til að elda góðan mat þarf ekki mikið annað en ástríðu og áhuga fyrir matargerð. Það þarf að prufa sig áfram, skoða, lesa, mistakast, byrja aftur og gleðjast þegar manni er umbunað erfiðið með einhverju sem slær algjörlega í gegn. Ef maður er ekki fyrir það að vera lengi í eldhúsinu en vill engu að...