Nýverið kom út bók GulurRauðurGrænn&salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Bókin er því tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eldhúsinu sem og aðra matgæðinga. Uppskriftirnar eru allar nýjar og hér deili ég með ykkur einni dásemdinni úr þessari...
Recipe Category: <span>Kvöldmatur</span>
Thai kjúklingaréttur með kasjúhnetum í sætri tómatsósu
Ást mín á tælenskum mat nær engum enda og hér er enn ein dásemdar uppskriftin fyrir ykkur að elska. Þessi réttur er ofureinfaldur í gerð og svo góður að hér sleikja heimamenn (ég er engin undantekning) diskinn þegar þessi er borinn fram og biðja um meira. Hér sannast að einfalt er svo langbest – njótið...
Heimsins besti pastaréttur með ostafylltu ravioli, perum, beikoni valhnetum og gráðostasósu
Þessi pastaréttur er í svo ótrúlega miklu uppáhaldi enda koma hér til sögunnar gráðostur, perur og valhnetur hráefni sem var svo sannarlega ætlað að vera saman. Í þessari uppskrift nota ég fyllt fjögurra osta Ravioli frá RANA en það er einnig gott að prufa fyllt Ravioli með spínati og kotasælu frá RANA í þennan rétt....
Kjúklingaréttur í grænni kókoskarrýsósu
Þessi dásemdar kjúklingaréttur er eins og þeir gerast bestir á asískum veitingastöðum. Fjölskyldumeðlimir munu undrast hæfileika ykkar, dásama þennan rétt og biðja um hann aftur fljótlega. Ekki skemmir að hann er einfaldur og fljótlegur í gerð. Í þennan rétt er tilvalið að nota það grænmeti sem þið eigið hverju sinni. Um daginn bætti ég við...
Kjúklingur í mangósósu
Kjúklingur í mangósósu færir okkur örlítið af sumar og sól fyrir matargerðina á þessum haustdögum. Þetta er virkilega bragðgóð uppskrift sem einfalt er að gera. Kjúklingur í mangó sósu Fyrir 2-3 Styrkt færsla 8 kjúklingaleggir safi úr einni sítrónu Mangósósa 4 msk mango chutney, t.d. frá Patak’s 2 tsk karrý 2 msk dijon sinnep...
Thai chilí kjúklingapottréttur
Við elskum svona rétti þar sem öll hráefnin fara í einn pott og fá að malla í dágóða stund. Svo elsku við líka tælenskan mat. Með þessum tælenska chilí kjúklingapottrétti náum við að sameina þetta tvennt og útkoman er hreint út sagt dásamleg. Hinn fullkomni haustréttur Thai chilí kjúklingapottréttur 900 g kjúklingur, t.d. kjúklingalæri...
Sætar kartöflur með fajitas fyllingu
Þá er haustið mætt og ég er endurnærð enda nýkomin aftur til landsins eftir dásamlega ferð til Króatíu þar sem ég byrjaði daginn á yoga á klettasyllu með útsýni yfir tærbláan sjóinn ásamt því að fara á kajak, fjallgöngur og hjólreiðar um eyjuna Vis. En ég mun fjalla meira um það síðar. Eftir smá pásu...
Nautasteik í gúrm marineringu
Þessi nautasteik er í svo miklu uppáhaldi enda marineruð í geggjaðri marineringu sem inniheldur ostrusósu, mangó chutney, dijon sinnepi og chilimauki sem setur punktinn yfir i-ið. Frábær steik sem þið hreinlega verðið að prufa. Nautakjöt í gúrm marineringu Styrkt færsla 800 g nautasteik, t.d. rib eye eða annað að eigin vali svartur pipar...
Ofnbakaður kjúklingur með grillaðri papriku, mozzarella og furuhnetum
Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri bók GRGS sem mun koma út í haust. Bókin verður dásamlega fögur og mun innihalda nýjar uppskriftir í anda GRGS að sjálfsögðu með einfaldleikan að leiðarljósi. Fylgist með :) Vegna þessa hef ég nú ekki haft tök á því að elda mér til skemmtunar en nú verður bætt...
Notalegur thai núðluréttur
Frábær núðluréttur sem er fljótlegur í gerð og mikið elskaður af öllum fjölskyldumeðlimum – sérstaklega þegar ekki gefst mikill tími til eldamennsku. Uppskriftin kemur af uppskriftarvefnum jocooks og vakti þar geysimikla lukku. Vona að þið njótið vel! Notalegur thai núðluréttur Styrkt færsla Fyrir 4 1 msk sesamolía 1 paprika, rauð 1 paprika, græn 4...
Satay salat með kjúklingi og eggjanúðlum – það allra besta!
Þessa uppskrift sá ég á matarblogginu RecipeTinEats og verandi aðdáandi tælenskra eldamennsku uni ég ekki fyrr en ég hafði prufað þetta. Það er óhætt að segja að þetta salat hafi staðið undir væntingum og vel það. Núðlur, grænmeti, kjúklingur og ómótstæðileg Satay dressing. Nomms! Núðlusalat eins og það gerist best Satay salat með kjúklingi og...
Quesadillas með nautahakki og bræddum osti
Einfaldur kvöldmatur eins og hann gerist bestur með þessari mexíkósku quesadillas uppskrift. Þó uppskriftin sé einföld kemur bragðið skemmtilega á óvart. Njótið vel! Quesadillas með nautahakki og bræddum osti 500 g nautahakk 1/2 bolli refried baunir 1 dós (4oz) græn chilli 1/2 tsk oregano 1/2 tsk cumin (ekki kúmen) 2 tsk chiliduft 1/2 tsk salt...
Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu
Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig, frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið. Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með...
Geggjaðir grillborgarar með mexico- og piparosti
Gleðilegan Eurovision dag kæru Íslendingar. Það er alltaf gaman hóa í góðan hóp að fólki og gæða sér á góðum mat sama hvert tilefnið er og ég vona að þið eigið skemmtilegt kvöld í vændum. Læt fylgja með uppskrift að svaðalegum grillborgurum með mexico og piparosti sem bráðna í munni. NAMM! Geggjaðir grillborgarar 600...
Kókoskjúklingur með döðlum, hvítlauk og kasjúhnetum
Ég fell ávallt kylliflöt fyrir kjúklingaréttum sem innihalda döðlur enda slá þannig réttir einhvernveginn ávallt í gegn. Má þar kannski helst nefna snilldarkjúklingaréttinn með döðlum og beikoni sem sló eftirminnilega í gegn og er einn af vinsælli réttum GRGS fyrr og síðar. Þessi kjúklingaréttur sem hér birtist inniheldur meðal annars kókosmjólk, chilí, hvítlauk og döðlur er...
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara...
Penne pasta í tómatrjómasósu
Þessi pastauppskrift er ein af uppáhalds pastaréttum mínum. Hún kemur úr smiðu The Pioneer Woman sem er haldið út af Ree Drummond sem er mjög vinsæll matarbloggari. Ég get svo næstum þvi svarið það að allt sem ég hef bragðað úr hennar smiðju er dásemdin ein. Uppskriftin sem hér birtist er frábær pastaréttur í rjómasósu...
Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu
Hér er á ferðinni dásemdar uppskrift að ofnbökuðum kjúklingi í ljúfri beikonsósu. Rétturinn er sérstaklega einfaldur í gerð og slær svo sannarlega í gegn hjá ungum sem öldum. Borinn fram með hrísgrjónum og góðu salati, jafnvel hvítlauksbrauði ef ykkur hugnast það. Kjúklingaréttur í ljúfri beikonsósu Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu 600 g kjúklingalundir, t.d....