Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður...
Recipe Category: <span>Meðlæti</span>
Parmesan kartöflur
Þetta er alveg þrusugóður réttur til að hafa sem meðlæti með uppáhaldsaðalréttinum ykkar. Kjöt eða fiskur – allt prótein kann að meta góðar kartöflur sér til halds og trausts! Parmesan kartöflur Fyrir 4 500 g kartöflur Ólífuolía 50 g brauðmylsna 3 msk parmesanostur, rifinn ½ msk rósmarín, þurrkað 1 tsk hvítlauksduft salt og pipar Skerið...
Pestófyllt fléttubrauð
Þetta fallega pestófyllta fléttubrauð er hluti af færslu sem birtist frá GulurRauðurGrænn&salt í fermingarblaði Morgunblaðsins á dögununum en hér er á ferðinni brauð sem gaman er að bera fram í veislum. Brauðið er mjúkt og bragðgott og lítur skemmtilega út. Það má fylla með í rauninni hverju sem er, pestó að eigin vali, sólþurrkuðum tómötum,...
Pítsabrauð með bræddum mozzarellaosti
Pítsu kunna flestir að meta og hér sameinast gott brauð og pítsa í eitt. Þú velur þitt uppáhalds álegg, lætur ost í miðju brauðsins og niðurstaðan er þetta flotta og nammigóða pítsabrauð sem er víst til að vekja lukku. Pítsabrauð 2 tsk þurrger 360 ml volgt vatn 500 g hveiti 2 tsk sjávarsalt 1 1/2...
Brokkolísalatið sem beðið er eftir
Ég setti um daginn uppskrift að fræhrökkkexinu sem vakti mikla lukku hjá ykkur lesendur góðir. Á myndinni sást glitta í girnilegt brokkolísalat sem ég hef nú fengið margar fyrirspurnir um hvenær ég muni nú eiginlega birta uppskriftina af!!! Satt best að segja að þá átti hún löngu að vera komin inn – en eins og...
Ostafyllt eggaldin
Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi. Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt...
Mangó raita
Þegar kemur að því að elda góðan mat er það oft meðlætið sem setur punktinn yfir i-ið. Með því að bjóða uppá spennandi meðlæti er oft hægt að hafa aðalréttinn sjálfan einfaldan og fljótlegan. Ein af uppáhalds léttu sósunum mínum hefur til lengri tíma verið raita með agúrku og hefur hún verið gerð margoft á þessu...
Létt kartöflusalat með eplabitum
Kartöflusalat er svo mikið sumar og bráðnauðsynlegt með hinum ýmsu grillréttunum. Þetta kartöfusalat er létt og ferskt með sýrðum rjóma og eplabitum og smellpassar með flestum grillréttum. Fljótlegt og bragðgott…þið sláið í gegn með þessari uppskrift. Létt kartöflusalat með eplabitum 6-8 kartöflur, soðnar kartöflur skornar í stóra teninga 1 1/2 rautt epli, skorið í teninga...
Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat
Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi. Ég kolféll fyrir...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Hasselback kartöflur í sætri útgáfu
Sætar kartöflur hafa í nokkurn tíma verið mitt uppáhald og það er gaman að prufa ýmsar útgáfur af þessu frábæra meðlæti. Áður hef ég birt uppskrift af sætum frönskum kartöflum sem leyna heldur betur á sér ásamt þessari sætu með fyllingu. Báðar uppskriftir sem ég hvet ykkur til að prufa ef þið hafið ekki gert...
Ceviche lúða
Þessi réttur sérstaklega einfaldur og dásamlegur á bragðið. Hann er gerður sólahring áður en bera á hann fram. Fiskurinn eldast í sýrunni af limesafanum og verður við það þéttur í sér og einstaklega ferskur á bragðið. Fullkominn hollur og bragðgóður forréttur eða sem smáréttur og það án mikillar fyrirhafnar. Chevise lúða 800 g smálúða (eða...
Epla & kasjúhnetusalat
Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt...
Gestabloggarinn Ása M. Reginsdóttir
Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...
Döðlu chutney
Þegar maður borðar indverskan mat er það döðlumaukið sem setur punktinn yfir i-ið. Ég er nú sjaldan svo forsjál að muna eftir því að leggja döðlurnar í bleyti í 2 tíma áður en ég elda þær, en hef þess í stað léttsoðið þær þar til þær eru mjúkar og hef ekki fundið neinn mun. Þetta...
Tikka kjúklingur
Tikka masala hentar frábærlega þegar fjölskyldan vill hafa það huggulegt og gera vel við sig í mat, enda er rétturinn mildur og hentar því öllum vel. Á Indlandi er misjafnt er eftir svæðum hvernig réttirnir eru eldaðir. Réttir frá norðurhluta landsins byggjast mikið á sósum á meðan suður indverjar bera yfirleitt sína rétti fram án...
Raita jógúrtsósa
Raita er mild og góð jógúrtsósa sem oft er höfð með indverskum mat og mildar áhrifin af sterkum réttum. Raita 1 dós hrein jógúrt 1/2 gúrka, smátt skorin 2 hvítlauksgeirar 1/2 tsk cumin fræ (ekki Kúmen) Mynta eða kóríander, söxuð salt pipar Aðferð Öllu blandað saman og kryddað með salti og pipar. Geymið sósuna í...
Naanbrauð Þórunnar Lárus
Uppskriftin að þessu brauði birtist í Gestgjafanum fyrir ansi mörgum árum síðan. Ég man enn þegar ég fékk þetta blað. Lárusdætur voru með dásamlega veislu og greinilega algjörir snillingar í eldhúsinu. Brauðið stendur ávallt fyrir sínu og er með betri naan brauðum sem ég hef gert. Þau eru hinsvegar frábrugðin hinum hefðbundnu naan brauðum að...