Sunnudagar sem byrja hægt og rólega með góðu kaffi, flettingu fréttablaða og góðum morgunmat eru voðalega indælir. Þetta eggjaostabrauð smellpassar inn í þannig morgun. Það er ofureinfalt í gerð og bráðnar í munni. Ég bar það fram með melónum, parmaskinku og skellti smá hlynsírópi yfir brauðið….og dagurinn byrjar vel. Hið fullkomna eggjaostabrauð 2 stór egg...
Recipe Category: <span>Morgunmatur</span>
Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum
Hvað er betra en nýbakað brauð. Þetta brauð er mjög ofarlega á listanum yfir bestu brauðin. Það er ofureinfalt og mjúkt með ljúfu hunangskeim og stökkum valhnetum. Algjör hittari! Hunangsbrauð með haframjöli og valhnetum 180 g hveiti 1 poki þurrger 1 ½ tsk salt 240 ml vatn 4 msk hunang 2 msk olía 120...
Amerískar pönnukökur á 5 mínútum
Helgin, kaffi og amerískar pönnukökur. Það er eitthvað svo dásamlega rétt við þá blöndu. Hér er uppskrift af ótrúlega einföldum, djúsí og bragðgóðum amerískum pönnukökum sem vekja lukku. Njótið vel og eigið yndislega helgi. Amerískar pönnukökur á 5 mínútum Gerir um 16 stk 1 msk lyftiduft ¼ tsk salt 1 tsk sykur 2...
Meinhollt engiferskot jógakennarans
Fyrir nokkrum mánuðum tók ég meðvitaða ákvörðun um að byrja að æfa jóga reglubundið enda hefur mér fundist það gera mér ótrúlega gott, bæði á líkama og sál. Ég hef mestu tekist að halda í það loforð sem ég gaf sjálfri mér, mætt vel og fundið kosti þess að stunda reglubundið jóga sem eru fyrir mér...
Hollari útgáfan af amerískum pönnukökum
Þessar dásamlegu pönnukökur gerði ég um helgina. Þær eru ótrúlega mjúkar og bragðgóðar og spilar haframjöl hér stórt hlutverk sem gerir þær hollari en ella. Slógu í gegn á mínu heimili og verða gerða aftur…og aftur. Með svona gúmmulaði finnst mér nauðsynlegt að hafa hlynsýróp, fersk ber og stundum strái ég smá flórsykri yfir þær....
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Ofnbakaði hafragrauturinn með ferskum jarðaberjum hefur verið í miklu uppáhaldi en eftir að ég uppgötvaði þennan hafragraut með hindberjum og kókosmjólk að þá hefur samkeppnin harðnað. Uppskriftin kemur frá matarbloggurunum...
Meinholl morgunverðarskál
Eftir marga yndislega og ljúfa sólar- og sumarfrísdaga, með tilheyrandi slökun á heilsusamlegu matarræði, er nú loks komin tími til að komast aftur á rétta sporið. Það er fátt betra en að byrja daginn á næringarríkum morgunverði og þessi uppskrift er í svooooo miklu uppáhaldi. Ekki aðeins gleður þessi girnilega morgunverðarskál augað, heldur einnig bragðlaukana....
Próteinpönnukökur með grískri jógúrt og bláberjasósu
Þá er september komin og haustið með, er það ekki bara alveg dásamlegt? Það er margt að gerast hjá GulurRauðurGrænn&salt þetta haustið og svo margar og himneskar uppskriftir í bígerð sem ættu að verða veisla fyrir bragðlaukana. Eftir nokkra daga fögnum við 2 ára afmæli vefsins og munum að því tilefni gera eitthvað sniðugt – svo...
Einn ofurgrænn
Það er fátt betra en að byrja daginn á hollum og góðum drykk sem er stútfullur af góðri næringu. Þessi græni drykkur er í miklu uppáhaldi hjá mér og ef þið eruð að taka fyrstu skrefin í grænmetisdrykkjum þá get ég mælt með honum. Auðvitað er stórt stökk að fara úr ávaxtadrykkjum (séu þið vön...
Ofnbakaður hafragrautur með ferskum jarðaberjum
Nú skulu þið setja ykkur í stellingar kæru lesendur því ég ætla að gera á ykkur smá próf. Setjist niður, róið hugann og prufið í eina mínútu að hugsa um allt nema….bleikan fíl. Það ætti ekki að vera mikið mál enda, í alvörunni, hver hugsar nokkurn tíman um bleikan fíl??? Látið mig vita hvernig þetta...
Smoothie með mangó og kókosmjólk
Mér þykir fátt betra en að byrja daginn á góðum smoothie drykk. Það er einfaldur morgunverður, léttur í maga og eitthvað svo þægilegt við það að drekka ávexti og grænmeti. Í þessari uppskrift höfum við þrjú af mínum uppáhalds hráefnum en það eru mangó, kókosmjólk og mynta. Drykkurinn minnir óneitanlega á Mangó Lassa sem er...
Amerískar jógúrtpönnukökur með bláberjafyllingu
Amerískar jógúrtpönnukökur með bláberjafyllingu 150 g hveiti 1 msk sykur 1 tsk lyftiduft 1/4 tsk matarsódi 1/4 tsk salt 2 msk smjör 180 ml mjólk 120 g hrein jógúrt 1 egg 100 g bláber, fersk Blandið saman í skál hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti og blandið vel saman. Bætið bláberjunum varlega út í. Brærið...
Morgunmúslí sem sló í gegn!
Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá....
Grænmetis smoothie með bláberjum
Eftir smá sukk og svínerí í allri sólarsælunni var kominn tími til að taka á stóra sínum og gefa líkamanum þá næringu sem hann virkilega þarfnast. Ég byrjaði því daginn í dag á þessum frábæra grænmetissmoothie sem er stútfullur af góðri næringu og fallegum litum…loveit! Hér er allt eins og við viljum hafa það..litríkt og...
Bjútífúl bláberjaís
Þennan ís getið þið borðað með góðri samvisku alla daga og í allar máltíðir. Hann er bara hollur og góður.. svo gaman þegar það fer svona vel saman. Nú er tilvalið að nýta bláberin og búa til ís á ótrúlega einfaldan hátt. Bjútífúl bláberjaís 2 frosnir banana, niðurskornir áður en settir í frysti 1 bolli...
Hægeldaður hafragrautur úr stálslegnum höfrum
Í nokkurn tíma hafa netmiðlar lofað hafragraut úr höfrum sem heita steel cut oats eða stálslegnir hafrar. Þeir eru talsvert hollari en þeir hafrar sem við erum vön enda lítið sem ekkert unnir og fá að viðhalda sínu náttúrulega bragði og lögun. Þeir eru trefjaríkari, járnríkari og almennt næringarríkari en malaðir hafrar og glúteinlausir að...
Besta brauðið
Reisulegt & fallegt, hér fyllt með hvítlauk og rósmarín Hafið þið reynt að gera heimabakað brauð, en aldrei tekist almenninlega? Eftir að þið prufið þessa uppskrift er misheppnaður brauðbakstur úr sögunni. Undirbúið ykkur undir aðdáun annarra og mögulega frægð (amk meðal fjölskyldu og vina) fyrir brauðIÐ ykkar! Fólk á eftir að dásama útlitið, bragðið og...
Leynivopnið
Grænn & glæsilegur Þessi er hollur, góður, grænn og fagur og hnetusmjörið gefur drykknum skemmtilegt bragð. Byrjaðu daginn á einum svona og þú munt finna fyrir jákvæðum áhrifum á húð, hári, nöglum og síðast en ekki síst orku og líðan. Leynivopnið 1 banani, frosinn og niðurskorinn (passið að afhýða áður en þið frystið hann) 120...