Gestabloggari okkar að þessu sinni er hún Kristín Björk Þorvaldsdóttir. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Ekki nóg með það heldur er einstaklega gaman að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. Eins og með allt besta fólkið þá er hún hógvær og vill nú ekki...
Recipe Category: <span>Partý</span>
Frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellukremi
Franskar kökur hafa fyrir löngu aflað sér mikilla vinsælda fyrir að tilheyra í flokki með bragðbetri kökum sem til eru en vera jafnframt þær einföldustu í gerð. Hér erum við með uppskrift af einni dásamlegri ekta súkkulaðiköku með fílakaramellukremi sem er “TO DIE FOR”. Fílakaramellukaka 4 egg 2 dl sykur 200 gr suðusúkkulaði...
Hin sívinsæla saumaklúbbskaka
Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa dásemdar skyrköku en það skiptir kannski ekki öllu hún slær alltaf í gegn, bæði hjá mér og þeim sem hana bragða. Það besta við þessa uppskrift er svo hversu ótrúlega litla fyrirhöfn það tekur að útbúa hana. Það skal því engan undra að þessi hafi verið...
Avókadó franskar sem rokka
Hvern hefði grunað að avacadofranskar væru svona mikið lostæti, jiiiidúddamía. Þessar eru klárlega mitt nýja uppáhalds. Það getur náttúrulega vel verið að ég sé ekki að segja ykkur nein tíðindi…en fyrir mér er þetta nýtt og algjör hittari. Einfaldar og fljótlegar, stökkar að utan og mjúkar að innan…ummmm. Það er svo hægt að gera allskonar...
Mexíkóskur ostborgari með heimagerðu guagamole og tómatasalsa
Takið upp grillið, opnið bjórinn og útbúið þennan mexíkóska ostborgara með guagamole og tómatsalsa. Hann er ofureinfaldur í gerð þó svo að hráefnin séu nokkur og smellpassar með kartöflubátum eða nachos. Mexíkóskur ostborgari 1 kg nautahakk 3 hvítlauksrif, smátt söxuð 45 g brauðmylsnur 1 egg ½ tsk kóríanderkrydd ½ tsk cumin (ath ekki kúmen)...
Mexíkóskur brauðréttur sem slær í gegn
Uppskrift af yndislega bragðgóðum heitum brauðrétt sem öllum líkar vel við. Hann er einstaklega fljótlegur í gerð og tveimur númerum of góður á bragðið. Fullkominn í veisluna eða saumaklúbbshittinginn. Mexíkóskur brauðréttur með pepperoni og sólþurrkuðum tómötum 1 samlokubrauð (fransbrauð) 1 bréf pepperoni 1 blaðlaukur 6-8 sveppir 1/2 krukka af sólþurrkuðum tómötum 500 ml matreiðslurjómi 150...
Rice Krispies bananakaka með Pipp karamellusúkkulaði
Þessi dásamlega Rice Krispies kaka með Pipp karamellusúkkulaði, bönunum og rjóma er elskuð af öllum, bæði ungum sem öldnum. Þessi kaka er mjög þægileg og fljótleg, þarf ekkert að baka og hana er hægt að frysta og geyma í nokkra daga. Uppskriftina fékk ég frá vinkonu minni henni Jónu Svövu Sigurðardóttur en hún hefur bakað...
Marengsskyrkaka með karamellusúkkulaði, Nóa kroppi og ferskum jarðaberjum
Þessi dásamlegi eftirréttur með marengsbotni, skyrrjóma, karamellusúkkulaði, nóakroppi og jarðaberjum er algjörlega to die for. Ofureinfaldur og slær svo sannarlega í gegn hjá þeim sem hann bragða. Marengsskyrkaka með karmellusúkkulaði og jarðaberjum 2 marengsbotnar, hvítir 200 g. Pipp súkkulaði með karamellufyllingu, saxað 1/2 l rjómi, þeyttur 500 g vanilluskyr 1/2 poki Nóa kropp jarðaber (eða...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...
Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði
Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma. Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég...
Túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Ég er búin að vera með löngun í gott túnfisksalat í nokkurn tíma en hingað til ekki dottið á réttu uppskriftina…fyrr en nýlega. Þessi uppskrift er skemmtilegt og öðruvísi og ótrúlega bragðgóð. Þetta túnfiskssalat inniheldur meðal annars kjúklingabaunir, hvítlauk, sítrónu, steinselju og fetaost, er meinhollt, frábært með hrökkkexi og vekur ávallt lukku. Ég mæli svo sannarlega...
Karmellukornflexnammi með lakkrísbitum
Dásamlega gott nammi sem ég vara ykkur við að gera nema þið hafið einhvern hjá ykkur til borða það með ykkur….trúið mér, ég tala af reynslu. Þetta er svona einu sinni byrjað, getið ekki hætt. Stökkt, en um leið svo mjúkt, með ljúfri karmellu og dásamlegum lakkrís. Þessa verðið þið að prufa!!!!! Karmellukornflexnammi með...
Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Þessir ofnbökuðu ostborgarar eru hin mesta snilld. Frábær tilbreyting frá hinum klassíska borgara, djúsí og bragðgóðir og bornir fram á skemmtilegan hátt. Hinn fullkomni helgarmatur og stórsniðugir í partýið. Ofnbakaðir partýborgarar með sesamgljáa Uppskrift að fyrirmynd www.kevinandmanda.com 500 g nautahakk 1 rauðlaukur, skorinn smátt 3-4 hvítlauksrif, pressuð 1 tsk salt 1 tsk pipar 1...
Frosin ostakaka með Dumle karmellukremi og makkarónubotni
Þessi kaka sameinar hvort tveggja ostaköku og ís og því óhætt að segja að hún hafi allt sem til þarf til að slá í gegn, enda gerði hún það. Karmellukremið er ekkert svo að skemma fyrir, eða makkarónubotninn..ónei. Svo er líka svo þægilegt að hana má gera fram í tímann og taka svo úr frysti...
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
Það er frábært að eiga eitthvað til að mönsa um helgar hvort sem það er þegar gesti ber að garði nú eða hreinlega bara yfir sjónvarpinu. Það er langt síðan ég hef komið með eitthvað til að narta í og er spennt að deila þessari bombu með ykkur. Hér er á ferðinni ídýfa með nautahakki,...
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Það er svo gaman að vera ofurspenntur fyrir því að setja inn uppskrift, uppskrift sem allar líkur eru á að aðrir elski jafn mikið og ég geri sjálf. Hér erum við að ræða um uppskrift að kjúklingarétti með piparosti, hvítlauk og pestó. Uppskrift sem gæti ekki verið einfaldara að gera, en bragðast eins og bragðlaukarnir...
Spicy sætkartöflufranskar með avacado aioli
Sumt er bara of gott eins og til dæmis þessar sætkartöflufranskar sem eru í svo ótrúlega miklu uppáhaldi þessa dagana. Sætkartöflurnar eru hollar og góðar og gleðja með sínum fögru litum. Þær er gott að bera fram með þessu einfalda avacado aioli, sem gefur þeim ákveðinn ferskleika svo þær verða enn betri, einmitt þegar maður...
Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu
Þessi kjúklingaréttur sem er með stökkum nachos flögum, grænmeti og mexíkó-rjómaostasósu sló öll met á heimilinu. Hann var gerður tvisvar sinnum sömu vikuna og verður svo sannarlega gerður aftur mjög fljótlega enda “comfort-food” eins og hann gerist bestur. Nachos kjúklingaréttur með mexíkó rjómaostasósu 4-5 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fást í öllum helstu matvöruverslunum sem...