Að byrja helgina á nýbökuðu brauði er eitthvað sem gerir að mínu mati góða helgi enn betri. Þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg þannig að stuttu eftir að þið skríðið fram úr getur þú og þitt fólk gætt sér á þessu dásamlega brauði. Hægt er að gera úr því brauðbollur, kanilsnúða, foccaccia og í raun það...
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Ostafyllt eggaldin
Ég er oft á höttunum eftir girnilegum grænmetisréttum. Réttum sem ég get boðið upp á þegar vinkonurnar koma í heimsókn og borið fram með glasi af hvítvíni. Þetta er slíkur réttur, léttur og skemmtilega öðruvísi. Ostafyllt eggaldin hentar sem forréttur, smárréttur og einnig er hægt að hafa hann sem meðlæti með kjúklingi eða fiski ásamt...
Morgunmúslí sem sló í gegn!
Ég get algjörlega óhikað sagt frá því að þetta múslí er það allra besta sem ég hef bragðað. Það inniheldur fullt af fræjum, hnetum og höfrum sem eru stökkir og bragðgóðir og hér með dásamlegu karmellubragði. Ég borða þetta út á súrmjólkina á morgnana og laumast svo í krukkuna yfir daginn og fæ mér smá....
Baka með aspas, beikoni og rjómaostafyllingu
Það er skemmtilegt að útbúa bökur og raða í þær þeim hráefnum sem hugurinn girnist hverju sinni. Að þessu sinni sameinast mín uppáhalds hráefni í dásamlega böku sem gaman er að bjóða upp á. Bökur er gott að útbúa deginum áður og bera fram kalda eða hita örlítið í ofni áður en hún er borin...
Partýostur með basilpestó og sólþurrkuðum tómötum
Partý, partý, partý! Það er svo gaman að prufa nýja rétti sem gott er að nasla í þegar góðir vinir koma saman. Partýostinn tekur ekki langan tíma að gera og er dásamlegur með kexi, brauði eða nachos og góðu rauðvíni og/eða öl. Ég mæli með því að þið gerið basilpestóið sjálf, það er svo miklu...
Grænmetis smoothie með bláberjum
Eftir smá sukk og svínerí í allri sólarsælunni var kominn tími til að taka á stóra sínum og gefa líkamanum þá næringu sem hann virkilega þarfnast. Ég byrjaði því daginn í dag á þessum frábæra grænmetissmoothie sem er stútfullur af góðri næringu og fallegum litum…loveit! Hér er allt eins og við viljum hafa það..litríkt og...
Bananabrauð með Nutellakremi
Nýlega rifjaði ég upp kynni mín af Nutella….eitthvað sem ég hefði betur látið ógert því nú dreymir mig um þetta daglega. Nutella og bananabrauð smellpassar saman og þessi uppskrift er hreint út sagt dásamleg. Engu verra er svo að bera það svo fram með Nutella (já þið lásuð rétt)..ommnomm! Bananabrauð með Nutellakremi 240 g hveiti...
Baquette með kjúklingapestó í grískri jógúrt
Hjá mér og mínum er júlí tími ferðalaganna. Fyrir þau langar mig alltaf að útbúa eitthvað ómótstæðilegt nesti svo ég þurfi ekki að súpa hveljur á meðan ég borða pullu með öllu. En í raunveruleikanum á ég 4 börn og má þakka fyrir að muna eftir að taka þau öll með þegar við leggjum af...
Mexíkóskar taco skálar
Mexíkósur matur er alltaf vinsæll og þessi útfærsla á tortillum er sérstaklega skemmtilegt, einföld og vekur ávallt mikla lukku hjá börnunum. Taco skálar 8 tortillur 500 g nautahakk 1 dós salsasósa meðalsterk eða sterk rifinn ostur iceberg kál, smátt skorið tómatar, smátt skornir guagamole sýrður rjómi ólífur Aðferð Hitið ofninn á 175°c. Mýkið tortillurnar með...
Létt kartöflusalat með eplabitum
Kartöflusalat er svo mikið sumar og bráðnauðsynlegt með hinum ýmsu grillréttunum. Þetta kartöfusalat er létt og ferskt með sýrðum rjóma og eplabitum og smellpassar með flestum grillréttum. Fljótlegt og bragðgott…þið sláið í gegn með þessari uppskrift. Létt kartöflusalat með eplabitum 6-8 kartöflur, soðnar kartöflur skornar í stóra teninga 1 1/2 rautt epli, skorið í teninga...
Kókoskúlur í hollum búningi
Kókoskúlur gleðja unga sem aldna og það er fátt betra með kaffinu en kúla eða tvær. Þessar kókoskúlur eru mitt uppáhald!!! Þær eru mun hollari en þær sem við eigum að venjast og það besta er að krakkarnir elska þær líka. Einfaldari verður bakstur ekki og gott að eiga þessar frábæru kókoskúlur í ísskápnum þegar...
Ferskt og bragðmikið LKL rækjusalat
Nýlega kom út matreiðslubók um Lágkolvetna lífsstílinn – LKL eftir Gunnar Má Sigfússon, en Gunnar hefur um langt árabil verið einn vinsælasti líkamsræktarþjálfari og heilsuráðgjafi landsins. Í þessari bók leiðir hann lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda fólki leiðina að heilbrigðara lífi. Ég kolféll fyrir...
Magnað mangó sorbet
Þetta er ísinn sem þið viljið vera að borða og bjóða upp á í sumar. Milt mangóbragð og fersk berjasósa gera þennan krapís gjörsamlega ómótstæðilegan. Hann er ofureinfaldur í gerð en gott að vinna sér hann í haginn áður en hans er notið, þar sem að hann þarf sinn frystitíma. Skellið í þennan og njótið!...
Ofnbakaðar ostastangir
Ostastangir eru vinsæll réttur á veitingastöðum og hentar sem vel sem partýmatur eða snarl. Í flestum tilfellum eru ostastangirnar þó djúpsteiktar, en ég brá á það ráð að baka ostastangirnar í ofninum. Þær heppnuðust frábærlega og voru engu síðri en þær djúpsteiku. Osturinn lekur út og góð salsaídýfa setur hér punktinn yfir i-ið. Algjört gúmmelaði!...
Ómótstæðilegt epla nachos!
Epla nachos, ójá….”I kid you not”!! Þessi réttur er svo mikil snilld að ég get varla lýst því. Hann er ofureinfaldur, fljótlegur, fáránlega bragðgóður og hollur..check check check…já hann hefur það allt! Hann hentar sérstaklega vel sem snarl fyrir börn, sem forréttur, smáréttur eða eitthvað alveg nýtt í saumaklúbbinn. Þennan verði þið að prufa. Ómótstæðilegt...
Ofnbakaður brie með mango chutney
Þessi ómótstæðilega bragðgóði, einfaldi og fljótlegi réttur slær alltaf í gegn. Hann hentar frábærlega sem forréttur eða eftirréttur á góðu kvöldi og er svo gaman hvað hann tekur stuttan tíma í undirbúningi. Bráðinn ostur með hnetum, kexi, rifsberjasultu ásamt góðu glasi af rauðvíni..þarf ég að segja eitthvað fleira? Ofnbakaður brie með mangó chutney 1 stk brie...
Hasselback kartöflur í sætri útgáfu
Sætar kartöflur hafa í nokkurn tíma verið mitt uppáhald og það er gaman að prufa ýmsar útgáfur af þessu frábæra meðlæti. Áður hef ég birt uppskrift af sætum frönskum kartöflum sem leyna heldur betur á sér ásamt þessari sætu með fyllingu. Báðar uppskriftir sem ég hvet ykkur til að prufa ef þið hafið ekki gert...
Epla & kasjúhnetusalat
Oft þegar ég fer á góða heilsuréttastaði hér á landi get ég ekki annað en fyllst öfund yfir því dásamlega meðlæti sem þeir hafa uppá að bjóða. Bara ég hefði getuna og tímann og frumlegheitin. Með þessu er ég ekki að hallmæla gamla góða kálinu og hrísgrjónunum, stundum er bara gott að fá eitthvað nýtt...