Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!
Recipe Tag: <span>hafrarjómi</span>
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...
Heitt súkkulaði með hafrarjóma og myntu
Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni. Lífræna haframjólk, lífrænan...