Þessi uppskrift er svo mikið bökuð heima hjá mér að ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki sett hana hingað inn fyrr. Hún er í raun bara “Snúðar, betri en úr bakaríinu” uppskriftin mín sem hefur lengið verið ein sú allra vinsælasta á síðunni.
Ég minnka sykurinn, bæti við kryddum og set pizzasósu og rifinn ost. Svo ótrúlega einfalt og krakkarnir elska þetta. Þetta er frábært nesti fyrir námskeið og nestisferðir og frystast sérlega vel.
Ég nota hérna bæði rifna ostinn með hvítlauk og hreina mozzarellaostinn frá Örnu. Mér finnst frábært að leika mér með þessa rifnu osta frá þeim og set þá bæði inn í fyllinguna og ofan á snúðana fyrir bakstur.
Leave a Reply