Innihaldslýsing

150g Lífrænt engifer kex frá Mols
50ml kókosolía brædd, ég notaði frá Rapunzel
1/4 tsk sjávarsalt
300g kasjúhnetur ósaltaðar, ég notaði frá Rapunzel - lagðar í bleyti yfir nótt
125ml kókosmjólk, ég notaði frá Rapunzel
80ml hlynsíróp frá Rapunzel
3 msk nýkreistur sítrónusafi
1 tsk vanilluduft frá Rapunzel
1/2 tsk sjávarsalt
Toppað með möndlu og núggatkrem frá Rapunzel eftir smekk
Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því kvöldið áður en þið ætlið að gera kökuna að setja kasjúhneturnar í skál og látið kalt vatn fljóta vel yfir. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið bíða yfir nótt
2.Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Setjið það í skál ásamt kókosolíu og salti og blandið saman með skeið. Takið 20cm smelluform og klæðið botninn með smjörpappír. Þjappið kexinu ofan í botninn með skeið. Mér finnst gott að hafa þykkari botn en flestir eins og sést á myndum en það er algjört smekksatriði. Setijð formið í frysti á meðan fyllingin er gerð.
3.Takið kasjúhneturnar og setjið í sigti. Skolið vel með köldu vatni. Setjið hneturnar ásamt kókosmjólk, hlynsírópi, sítrónusafa, vanillu og sjávarsalti í matvinnsluvél og vinnið vel og lengi þar til blandan er orðin silkimjúk. Stoppið vélina aðeins á milli og skafið niður. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og setjið aftur í frysti í 3 klst.
4.Takið möndlu og núggatkremið og smyrjið góðu lagi yfir frosna kökuna. Magn eftir smekk en persónulega fannst mér meira betra en minna!
5.Þessi geymist vel í frysti en einnig er hægt að geyma hana í kæli eftir að hafa verið fryst.

Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls ekki eins flókið og ætla mætti.

Það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann því kasjúhneturnar þurfa að liggja í bleyti helst yfir nótt en svo er þetta bara mjúk sigling eftir það. Þessi er óbökuð svo eina sem þarf er bara smá kæli eða frystipláss. Í þessari köku eru einungis lífræn gæða hráefni og ég notaði alveg geggjað engiferkex í botninn. Það kallaði hreinlega bara á það að vera notað í ostakökubotn og það stóð svo sannarlega undir væntingum.

Þessa verðið þið hreinlega bara að prófa!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.