Innihaldslýsing

0,5 dl vatn, ylvolgt
1 bréf (12 g) þurrger
1 tsk sykur
0,5 dl vatn, ylvolgt
2 dl mjólk
1 tsk salt
3 msk olía
600 g hveiti
1 egg
½ tsk lyftiduft
1 ½ dl sólkjarnafræ
200 g gulrætur, rifnar
egg til penslunar
Gerir um 12 bollur

Leiðbeiningar

1.Setjið vatn í skál og hellið þurrgeri og sykri út í. Látið standa þar til gerið er farið að freyða.
2.Bætið þá mjólk, olíu, salti, eggi og lyftidufti saman við.
3.Bætið rifnum gulrótum og sólkjarnafræjum saman við. Hnoðið vel.
4.Rúllið í pulsu og skerið í 12 hluta. Mótið bollur og setjið á ofnplötu með smjörpappír. Látið hefast í 30 mínútur.
5.Penslið bollurnar með eggi. Bakið í 200°C heitum ofni í 12 mínútur.
Mynd: Silvio Palladino

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.