Innihaldslýsing

700g brauðhveiti - ég nota Kornax hveitið í bláu pokunum
1 og 1/2 tsk sjávarsalt (minnkið magn ef þið notið venjulegt borðsalt)
4 tsk þurrger
30g sykur
4 dl volgt vatn (ca. 35°C)
1 dl jurtaolía
2 tsk þurrkað oregano
1 tsk þurrkuð basilika
1 tsk hvítlauksduft
Pizzasósa eftir smekk
Rifinn ostur með hvítlauk frá Örnu
Rifinn ostur hreinn frá Örnu
Þessi uppskrift er svo mikið bökuð heima hjá mér að ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki sett hana hingað inn fyrr. Hún er í raun bara “Snúðar,...

Leiðbeiningar

1.Setjið þurrefni saman í hrærivélaskál og hrærið aðeins með króknum. Setjið vatn og olíu saman við og látið vinna á hægum hraða í að minnsta kosti 5 mín.
2.Takið deigið uppúr og mótið kúlu og setjið aftur í skálina og hyljið með plastfilmu. Látið hefast á hlýjum stað í 45 mín.
3.Takið deigið uppúr og fletjið það út í ferhyrning.
4.Smyrjið deigið vel með pizzasósu, ég gef ekki upp magn því það er algert smekksatriði en mér finnst bara best að setja það magn sem ég væri að setja á pizzabotn. Stráið 1 poka af rifnum osti yfir, má alveg vera meira.
5.Rúllið upp lengjunni og skerið í ca. 2 - 3 cm sneiðar og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
6.Þegar allir snúðarnir eru komnir á plötu dreifi ég rifnum osti með hvítlauk yfir snúðana og set eiginlega eins mikið og ég get.
7.Hitið ofninn í 50°C og setjið plöturnar inn. Úðið yfir snúðana með vatni og aðeins inn í ofninn. Látið hefast í ofninum í ca. 40 mín.
8.Takið plöturnar út og hitið ofninn í 220°C. Setjið snúðana inn og bakið þar til osturinn er gylltur en það eru kannski 10 -12 mín.

Þessi uppskrift er svo mikið bökuð heima hjá mér að ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki sett hana hingað inn fyrr. Hún er í raun bara “Snúðar, betri en úr bakaríinu” uppskriftin mín sem hefur lengið verið ein sú allra vinsælasta á síðunni.

Ég minnka sykurinn, bæti við kryddum og set pizzasósu og rifinn ost. Svo ótrúlega einfalt og krakkarnir elska þetta. Þetta er frábært nesti fyrir námskeið og nestisferðir og frystast sérlega vel.

Ég nota hérna bæði rifna ostinn með hvítlauk og hreina mozzarellaostinn frá Örnu. Mér finnst frábært að leika mér með þessa rifnu osta frá þeim og set þá bæði inn í fyllinguna og ofan á snúðana fyrir bakstur.

Fullhefaðir fyrir bakstur
Sumir vilja sína mjög mikið bakaða (ég t.d) en aðrir minna…

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.