Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes sem flytur inn Rapunzel.
2 egg | |
90g döðlusíróp frá Rapunzel | |
65g kókossykur frá Rapunzel | |
2 bananar vel þroskaðir | |
135g Kornax heilhveiti | |
70 g fínt haframjöl, t.d frá Rapunzel | |
3 tsk lyftiduft | |
1/2 tsk himalaya eða sjávarsalt | |
1 tsk vanilludropar | |
70g brædd kókosolía frá Rapunzel | |
150g fersk bláber (mega vera frosin) |
1. | Þeytið saman egg, sykur og döðlusíróp þangað til blandað verður létt. |
2. | Stappið banana og setjið aðeins til hliðar. |
3. | Takið 1 msk af heilhveitinu frá. Blandið svo rest af hveiti, hafra, lyftiduft og salt saman í skál og hrærið aðeins í með gaffli. Blandið saman við eggjablönduna. |
4. | Bætið þá bönunum, vanilludropum og kókosolíu saman við. |
5. | Veltið bláberjum upp úr 1 msk af hveilhveiti og blandið varlega saman við deigið með sleikju, |
6. | Setjið í vel smurt ílangt (jólaköku) form og bakið við 180°C í ca. 50 mín. |
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes sem flytur inn Rapunzel.
Leave a Reply