Innihaldslýsing

180g mjúkt smjör
200g Grísk jógúrt frá Örnu við stofuhita (1 lítil dós)
2 stór egg við stofuhita
1 tsk vanilludropar
260g hveiti
250g sykur
1 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
3 mjög þroskaðir bananar stappaðir, mega vera á næsta stigi við múmíu
80g 70% súkkulaði saxað
80g valhnetur saxaðar gróft
Ég hef alltaf verið hrifin af öllum bakstri sem inniheldur banana. Hvort sem það eru hollari kökur og brauð eða eitthvað dísætt. Þessi kaka er nú ekki beint í hollari kantinum enda þarf það ekkert alltaf að vera þannig. Ég nota í hana gríska jógúrt frá Örnu en við það verður hún alveg einstaklega mjúk....

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 170°C blástur
2.Takið fram stóra skál og þeytið saman smjör, gríska jógúrt og sykur þar til blandan verður létt og ljós
3.Setjið eitt egg út í í einu og skafið á milli. Þeytið vel.
4.Setjið þurrefnin saman við ásamt bönunum. Hrærið bara rétt svo að deigið sé samlagað.
5.Bætið við súkkulaði og hnetum og blandið saman með sleif.
6.Smyrjið 1 stórt ílangt form eða 2 lítil. Einnig er hægt að nota bökunarpappír og klæða formin með honum.
7.Setjið deigið í formið og inn í ofn í ca. 60 mín. Gæti farið upp í 70 mín ef formið er stórt. Fer eftir ofnum en fylgist bara vel með. Kakan er tilbúin þegar prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
8.Kælið kökuna nær alveg.
9.Útbúið kremið og smyrjið kökuna að ofan. Skreytið með valhnetum ef vill.

Ég hef alltaf verið hrifin af öllum bakstri sem inniheldur banana. Hvort sem það eru hollari kökur og brauð eða eitthvað dísætt. Þessi kaka er nú ekki beint í hollari kantinum enda þarf það ekkert alltaf að vera þannig. Ég nota í hana gríska jógúrt frá Örnu en við það verður hún alveg einstaklega mjúk.

Þessi samsetning, bananar, súkkulaði og valhnetur mynda einhverja guðdómlega heild sem verður ekki útskýrð nema bara með því að baka þessa köku og smakka. Hún er alveg svona hversdags þar sem það er einhver grófur sveitabragur á henni en samt smá spari líka.

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.