Hinn fullkomna veislukaka!
Hinn fullkomna veislukaka!

Innihaldslýsing

250 ml vatn
6 msk kakó
100 g púðursykur
150 g smjör, við stofuhita
120 g sykur
2 egg
230 g hveiti
1 tsk lyftiduft
½ tsk matarsódi
2 tsk vanilludropar
Fyrir 12-14 manns

Leiðbeiningar

1.Setjið kökubotn á disk og dreifið smjörkremi yfir botnin og hafið kantinn örlítið hærri en miðjuna. Hellið lakkrískremi og hindberjasósu yfir smjörkremið og dreifið úr, skiljið eftir u.þ.b. 1 cm frá brún. Setjið næsta botn ofan á og endurtakið leikinn. Þriðji botninn er síðan settur á og kakan hjúpuð með restinni af kreminu.
2.Gott er að “crumb coat” kökuna eða setja þunnt lag af kremi jafnt yfir kökuna, jafna kremið út og setja í kæli í u.þ.b. 10 mín. Taka kökuna út og setja krem yfir hana alla og jafna vel út. Þetta kemur í veg fyrir að kökumylsnur fari í kremið og gerir yfirborð kökunar fallegra.
3.Notið svo hugmyndaflugið ykkar og skreytið kökuna að vild.

Við ELLLSKUM að fá gestabloggara í heimsókn og það er orðið alltof langt síðan síðast.

Að þessu sinni kynnum við til leiks hana Guðrúnu Ýr Eðvaldsdóttur sem heldur úti hinni glæsilegu vefsíðu Döðlur & smjör sem er orðin ein af okkar allra uppáhalds matarbloggum með girnilegum uppskriftum og dásamlegum ljósmyndum. Við gefum Guðrúnu orðið:

Til að segja aðeins frá mér þá er ég 31 árs og starfa sem Forstöðumaður Klifsins- skapandi seturs. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
því sem er skapandi og lærði BA í listfræði, fatahönnun og MA ímenningarstjórnun. Ég hef alltaf haft áhuga á matargerð og bakstri, starfaði um tíma hjá Gestgjafanum og í eldhúsinu og vöruþróun hjá Kruðeríi Kaffitárs.

Ég finn samt að mér líkar best við að fá að nostra í mínu eigin eldhúsi og hafa ófáar uppskriftir orðið til í hinum ótal eldhúsum sem ég hef átt undanfarin tíu ár. Svo ég finn að eftir að ég fór af stað með bloggið hvað mér finnst æðislegt sjálfri að hafa stað til að halda utan mínar uppskriftir og fletti ég þeim ábyggilega manna oftast upp til að baka úr.
Það hefur tekið mig mörg ár að brjótast fram úr skelinni og fara af stað með blogg en ég er ótrúlega glöð með þær viðtökur sem það hefur fengið og hvetur mig til að halda áfram að deila uppskriftum og mínu lífi á miðlum Döður & smjör.

Guðrún gefur okkur hér uppskrift að geggjaðri súkkulaðiköku með lakkrís-smjörkremi sem slær ávallt í gegn. Þetta er hinn fullkomna veislukaka!

Guðrún gefur okkur uppskrift að þessari himnesku súkkulaðiköku með lakkrískremi sem slær í gegn í öllum veislum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.