Þessi réttur kom mér stórkostlega á óvart þegar ég bragðaði hann í fyrsta sinn. Blómkál verður, þegar það er rétt meðhöndlað, alveg ótrúlega bragðríkur og matarmikill biti. Og það má vel hugsa sér blómkálið í staðinn fyrir safaríkan kjötbita. Svo gómsætt verður það! Ras-el-hanout er kryddblanda sem á rætur að rekja til Marokkó. Þessi blanda á að vera ljúffengasta samsetning af öllum bestu kryddum kryddsalans. Ég fékk þessa hjá Kryddhúsinu en það er hægt að fá þessa blöndu frá öðrum framleiðendum.Harissa er svo önnur ljúffeng kryddblanda. Hún er gerð úr grilluðu og síðan þurrkuðu chili, paprikum, hvítlauk, broddkúmen, kóríanderfræjum og jómfrúarolíu. Oftast kaupi ég þessar blöndur tilbúnar þurrkaðar og væti þær svo upp í jómfrúarolíu. Þið hreinlega verðið að prófa og koma sjálfum ykkur á óvart.
Leave a Reply