"Blómkál verður, þegar það er rétt meðhöndlað, alveg ótrúlega bragðríkur og matarmikill biti. Og það má vel hugsa sér blómkálið í staðinn fyrir safaríkan kjötbita. Svo gómsætt verður það" segir Ragnar Freyr sem nýlega gaf út matreiðslubókina Heima hjá Lækninum í eldhúsinu.
Það er ótrúlega verðlaunandi upplifun að gefa út bók. Sérstaklega þegar tekið er vel á móti henni – ég hef notið þeirrar gæfu að bækurnar mínar og skrif mín um mat og matargerð hafa fallið í ljúfan jarðveg og fyllist ég alltaf miklu þakklæti þegar ég heyri hlý orð um skrifin mín, bloggið og bækurnar. Þessi bók varð til skömmu fyrir síðustu jól í einhverjum póst COVID blús og mig langaði til að lyfta mér eitthvað upp. Úr varð þessi bók en hún endurspeglar vel hvað ég hef haft á prjónunum – eða öllu heldur á hlóðunum síðustu misseri. Ég naut þess sérstaklega að skrifa hana, en ennþá meira að elda uppskriftirnar og deila með ykkur. Ég vona að þið eldið einhverjar uppskriftir fyrir vini ykkar og vandamenn. Ég læt fylgja með uppskrift af einum af grænmetisréttum bókarinnar. Sú sem mér þótti best. Hún er svo ljúffeng að hún bræðir hörðustu steikaraðdáendur.
Heima hjá Lækninum í eldhúsinu er ný og stórkostleg bók Ragnars Freys

 

Þessi réttur kom mér stórkostlega á óvart þegar ég bragðaði hann í fyrsta sinn. Blómkál verður, þegar það er rétt meðhöndlað, alveg ótrúlega bragðríkur og matarmikill biti. Og það má vel hugsa sér blómkálið í staðinn fyrir safaríkan kjötbita. Svo gómsætt verður það! Ras-el-hanout er kryddblanda sem á rætur að rekja til Marokkó. Þessi blanda á að vera ljúffengasta samsetning af öllum bestu kryddum kryddsalans. Ég fékk þessa hjá Kryddhúsinu en það er hægt að fá þessa blöndu frá öðrum framleiðendum.Harissa er svo önnur ljúffeng kryddblanda. Hún er gerð úr grilluðu og síðan þurrkuðu chili, paprikum, hvítlauk, broddkúmen, kóríanderfræjum og jómfrúarolíu. Oftast kaupi ég þessar blöndur tilbúnar þurrkaðar og væti þær svo upp í jómfrúarolíu. Þið hreinlega verðið að prófa og koma sjálfum ykkur á óvart.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.