Innihaldslýsing

1 poki Hummus snakk frá Eat real með tómat og basil
1 dós niðursoðnar svartar baunir
1/2 laukur
100g sveppir
1 hvítlauksrif
1 tsk grænmetiskraftur (ég notaði frá Rapunzel)
Svartur pipar og chiliduft ef vill
1 rúmleg msk Bbq sósa
2 tsk fljótandi reykur (liquid smoke, fæst í betri matvöruverslunum)
30g brauðrasp
Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum. Ég notaði hummus...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að sigta baunirnar og skola með köldu vatni
2.Setjið baunirnar í skál og myljið snakkið í matvinnsluvél
3.Setjið ca. helminginn af snakkinu saman við baunirnar.
4.Vinnið lauk, hvítlauk, sveppi og chili saman í matvinnsluvél eða saxið mjög smátt og setijð saman við baunirnar
5.Kryddið með pipar, chilikryddi, bbq sósu, fljótandi reyk og grænmetiskrafti
6.Hnoðið og kreistið með höndunum
7.Skiptið deiginu í 5 hluta og mótið borgara.
8.Blandið raspinu saman við restina af snakkinu og veltið borgurunum upp úr raspinu og setjið á disk. Kælið í amk 15 mín.
9.Setjið bragðlitla olíu á pönnu og steikið þar til raspið brúnast og buffin eru heit í gegn.
10.Útbúið hamborgara eftir smekk með góðu magni af bbq sósu

Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum.

Ég notaði hummus snakkið með tómat og basilbragði frá Eat real, það er alveg ótrúlega gott bindiefni í vegan bollur og borgara og gefur alveg sérstaklega gott bragð. Ég notaði það einnig sem rasp utan um borgarana og það kom mjög vel út. Ég mæli með því að tvöfalda uppskriftina og frysta.

 

Crisps, Chips & Popcorn - Eat Real - Hummus Tomato Basil (45g)

 

 

Færsla og myndir unnar af Völlu í samstarfi við Innnes ehf. Umboðsaðila Eat Real á Íslandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.