Samstarf við Innnes
4 kjúklingabringur t.d. frá Rose Poultry | |
8 sneiðar PARMA parmaskinka | |
1 Brie ostur | |
8 msk sweet chilí sósa frá Blue dragon | |
1 box kirsuberjatómatar | |
salt og pipar | |
klettasalat |
1. | Skerið tómatana í tvennt og látið í ofnfast mót, með sárið upp. Dreypið smá ólífuolíu yfir þá og saltið og piprið. Eldið í 15-20 mínútur við 190°c hita eða þar til þeir eru farnir að mýkjast. |
2. | Látið parmaskinku inn í ofn og eldið hana þar til hún er orðin stökk. |
3. | Skerið kjúklingabringurnar í tvennt þannig að þær verði þynnri. Setjið olíu á pönnu og steikið á báðum hliðum í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Saltið og piprið. |
4. | Látið kjúklinginn í ofnfastmót. Skerið ostinn og látið yfir kjúklinginn. Setjið inn í ofn þar til kjúklingurinn er fulleldaður og osturinn bráðinn. |
5. | Látið klettasalat á disk, tómata og kjúkling. Setjið 2-3 msk af sweet chilí sósu yfir kjúklinginn og leggið stökka parmaskinkuna yfir allt. |
Samstarf við Innnes
Leave a Reply