Innihaldslýsing

3 stórar kjúklingabringur
1 lítill laukur skorinn í sneiðar
salt og pipar
1 krukka Butter Chicken sósa frá Patak's
1 tsk smjör
1 tsk kókosolía
1 bolli villihrísgrjón frá Rapunzel
2,5 bolli vatn
1/2 tsk salt
Indverskur matur er líklega sú matargerð sem mér þykir hvað best. Það er hinsvegar ekkert alltaf þörf á því að verja öllum deginum í eldhúsinu þegar okkur langar í góðan indverskan. Hérna nota ég Butter chicken sósuna frá Pataks en poppa réttinn upp með besta naan brauði sem fyrirfinnst! Það tekur enga stund að laga...

Leiðbeiningar

1.Skerið lauk í sneiðar og steikið við miðlungshita.
2.Skerið kjúklingabringurnar í frekar stóra bita og brúnið á pönnunni með lauknum. Saltið og piprið eftir smekk.
3.Hellið sósunni yfir og látið kjúklinginn malla þar til hann er gegnumsteiktur.
4.Dreifið ferskum kóríander yfir ef vill.
5.Hrísgrjón: Setjið hrísgrjónin í pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá niður í lægsta hita. Sjóðið í 45 mín, varist að hræra í grjónunum á meðan, þau verða mjög klesst við það.

Indverskur matur er líklega sú matargerð sem mér þykir hvað best. Það er hinsvegar ekkert alltaf þörf á því að verja öllum deginum í eldhúsinu þegar okkur langar í góðan indverskan. Hérna nota ég Butter chicken sósuna frá Pataks en poppa réttinn upp með besta naan brauði sem fyrirfinnst! Það tekur enga stund að laga deigið, útbúa hvítlaukssmjör og steikja brauðin á pönnukökupönnu.

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.