Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott.
Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur hvítur en það má alveg nota hvaða sykur sem er. Ég hef líka notað sykurlausa strásætu og það kom ágætlega út líka.
Það er smá sumar í þessu en það veitir ekkert af því þessa dagana!
Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, umboðsaðila Oatly
Leave a Reply