Dásemdar Daimís með möndlumarengsbotni
Dásemdar Daimís með möndlumarengsbotni

Innihaldslýsing

Möndlumarengs
3 eggjahvítur (rauðurnar geymdar)
150 g sykur
150 g möndlur
1 msk smjör
Daimís
3 eggjarauður
100 g sykur
3 dl rjómi
120 g Daim
Daimís með marengsmöndlubotni

Leiðbeiningar

1.Gerið möndlumarengs. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru að verða stífar og bætið þá sykri saman við, smátt og smátt í einu. Hrærið þar til botninn er orðinn vel stífur og lekur ekki af hrærivélinni þó henni sé lyft upp.
2.Hakkið möndlurnar í matvinnsluvél þar til þær eru næstum komnar með hveitilíka áferð. Blandið saman við marengsinn.
3.Setjið í 24 cm form með smjörpappír og bakið í 175°c heitum ofni í 30 mínútur. Takið úr ofninum og kælið.
4.Gerið því næst ísinn og hrærið eggjarauðurnar og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
5.Þeytið rjómann blandið varlega saman við eggjablönduna.
6.Saxið Daim gróflega eða notið einfaldlega litlu Daimkúlurnar og blandið saman við ísinn.
7.Setjið ísinn ofan á marengsbotninn og setjið í frysti í að minnsta kosti 4 klukkustundir.
8.Takið ísinn út og leyfið að standa í 10-15 mínútur áður en hans er notið.

Nei jólin eru ekki komin – en sólin mætti í dag og þá er í góðu lagi að gera daginn enn betri með þessari frábæru Daim ístertu. Tertan er með stökkum möndlumarengs sem gerir hana enn hátíðlegri en ef þið hafið ekki tíma til að gera hann þá má alveg sleppa og vinda sér beint í ísgerðina. Hér er á ferðinni snilldarís sem þið munuð elska.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.