Nachos með kóresku nautakjöti
Nachos með kóresku nautakjöti

Innihaldslýsing

600 g nautakjöt, t.d. ribeye eða sirloin
1 pera
1 laukur, saxaður smátt
4 hvítlauksrif, pressuð
1 msk fersk engifer, rifið
120 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
2 msk púðusykur
1 msk eplaedik
2 tsk sesamfræ
svartur pipar
nachos
ostasósa, keypt eða heimagerð
50 g cheddar ostur
120 ml 18% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
2 msk safi úr lime
30 g sesamfræ, ristuð
1/2 búnt ferskt kóríander, saxað
3 vorlaukar (hvíti og ljósgræni hlutinn), skorinn í sneiðar
1 rautt chilí, skorið í sneiðar
Nachos með kóreisku nautakjöti

Leiðbeiningar

1.Skerið nautakjötið i bita.
2.Blandið nautakjöti, peru, lauk, hvítlauk, engifer, soyasósu, púðursykri, ediki, sesamolíu og svörtum pipar saman í poka með rennilás. Setjið í kæli og geymið í að minnsta kosti 1 klukkustund eða yfir nótt.
3.Hitið olíu á pönnu og takið marinerað nautakjötið úr pokanum og brúnið á pönnunni í um það bil 4 mínútur. Bætið olíu á pönnuna eftir þörfum. Takið af pönnunni og leyfið að kólna. Þerrið af aukaolíu.
4.Raðið nachos í form og raðið nachos, nautakjöti, ostasósu og rifnum osti í nokkrum lögum eða þar til að hráefnið er búið. Setjið í 175°c heitan ofn í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn.

Það er óhætt að segja að nachos með allskonar gúmmelaði og nóg af bræddum osti vekji ávallt mikla lukku. Hér er þessi skemmtilegi réttur borinn fram með nautakjöti sem legið hefur í marineringu undir kóreskum áhrifum.  Uppskriftin er upprunarlega af vefnum seriouseats. Það dugar að hafa kjötið í leginum í 1 klst en svo er það nú þannig að lengra er alltaf aðeins betra. Hægt er að kaupa ostasósu en ég mæli svo sannarlega með því að leggja smá á sig og gera heimagerða ostasósu sem er engu lík. Þessi réttur er fullkominn í partý helgarinnar.

Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.