Innihaldslýsing

350 g geitaostur
1 tsk estragon
1 msk hunang
¼ tsk sjávarsalt
hnífsoddur svartur pipar
1 egg
60 g brauðrasp
60 g hveiti
salt og pipar
olía til steikingar
12-16 kúlur

Leiðbeiningar

1.Blandið geitaosti, estragoni, hunangi, salti og pipar. Smakkið til. Rúllið í 12-14 kúlur.
2.Þeytið egg ásamt nokkrum dropum af vatni.
3.Setjið raspið á disk og kryddið með ½ tsk af salti og ¼ tsk af pipar. Látið hveiti á annan disk og kryddið með salti og pipar.
4.Rúllið geitaostinum í hveiti, þá egg og síðan raspið. Setjið á disk og endurtakið með þær sem eftir eru.
5.Hitið olíu og steikið kúlurnar, nokkrar í einu, þar til þær eru orðnar gylltar og stökkar.
6.Setjið í skál og dreypið hunangi og smá chilíflögum.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.