Innihaldslýsing

1 og 1/2 bolli lífrænt hveiti
1 bolli Cristallino hrásykur frá Rapunzel
1/4 bolli lífrænt kakó frá Rapunzel
1 tsk matarsódi
1/2 tsk sjávarsalt
250ml Oatly imat
3 msk vatn
1 msk lífrænt eplaedik, ég notaði frá Beutelsbacher
1 tsk vanillukorn
Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 170°C blástur
2.Sigtið öll þurrefnin saman í skál. Takið aðra skál og sigtið þurrefnin aftur, gerið þetta 3x. Það er freistandi að sleppa þessu en mæli með því að gera það ekki þar sem kakan verður loftmeiri og mýkri.
3.Gerið smá holu í þurrefnin og setjið matreiðslurjómann, vatnið og eplaedikið í skálina. Hrærið með sleif þar til deigið er samlagað.
4.Smyrjið 20cm form og klæðið botninn með bökunarpappír sem hefur verið klipptur þannig að hann passi í botninn.
5.Hellið deiginu í formið og bakið í 35 mín. Fylgist þó vel með þar sem ofnar eru misjafnir. Kakan er tilbúin þegar prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp.
6.Kælið kökuna á grind og útbúið kremið á meðan. Smyrjið kreminu á kalda kökuna, það er í góðu lagi að það sé smá ylur í henni ennþá. Stráið kókosmjöli yfir

Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega slegið í gegn í afmælum á mínu heimili. Í fjölskyldunni minni eru börn með ólík ofnæmi, s.s mjólkurofnæmi og eggjaofnæmi. Þessi tikkar í þau box að vera laus við hvorutveggja og hentar því vel þeim sem eru með ofnæmi eða vegan.

Leynihráefnið er lífræni matreiðslurjóminn frá Oatly en hann gerir hana alveg einstaklega mjúka og góða. Ég nota hér það allra besta vegan ganache sem til er en það er alveg hægt að gera góðan súkkulaðiglassúr eða vegan smjörkrem.

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.