Einföld og góð skyrkaka með Daimkurli

| 1 pakki hafrakex með súkkulaði | |
| 70 g smjör | |
| 2 pakkar Daim kurl | |
| 500 ml rjómi | |
| 1 stór dós vanilluskyr | |
| 1 askja hindber |
Fyrir 6 manns
| 1. | Myljið kexið smátt. |
| 2. | Bræðið smjör og blandið mulda kexinum saman við. Setjið blönduna í bökunarform (26 cm) og geymið í kæli þar til botninn hefur harðnað. |
| 3. | Setjið helminginn af Daim kurlinu yfir botninn. |
| 4. | Þeytið rjómann og blandið saman við vanilluskyrið. Setjið yfir kexbotninn og yfir það setjið þið afganginn af Daim kurlinu og berin. |
| 5. | Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í 6 klst áður en hún er borin fram. |
Leave a Reply