Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 stór pakki beikon
250 g sveppir, smátt saxaður
1 rauðlaukur, smátt saxaður
1 rauð paprika, smátt söxuð
1 mexíkó ostur, skorinn í litla bita
4-6 bitar sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
250 ml rjómi
1 msk kjúklingakraftur, t.d. Oscars
salt og pipar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Takið 8 stk beikonsneiðar frá og geymið.
2.Saxið 6-8 sneiðar af beikoni smátt og steikið á pönnu. Þegar það er orðið stökk bætið papriku, sveppum og lauk saman við og steikið. Þegar laukurinn er farinn að mýkjast bætið sólþurrkuðum tómötum og osti saman við. Steikið þar til osturinn er farinn að bráðna.
3.Skerið vasa í kjúklingabringurnar og setjið hluta af fyllingunni þar í. Lokið og vefjið 2 beikonsneiðum utanum hverja bringu. Setjið í eldfast mót og í 180°c heitan ofn í 40 mínútur eða þar til eldaðar í gegn.
4.Setjið rjóma og kjúklingakrafti saman við restina af fyllingunni. Hitið við vægan hita en látið ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar.
5.Takið bringurnar úr ofninum hellið rjómablöndunni í fatið.
6.Berið fram með einföldu salati og hrísgrjónum.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes og uppskriftin að fyrirmynd Óla Helga sem heldur úti vefsiðunni olihelgii.wordpress.com

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.