Innihaldslýsing

1 pakki hafrakex með súkkulaði
70 g smjör
2 pakkar Daim kurl
500 ml rjómi
1 stór dós vanilluskyr
1 askja hindber
Fyrir 6 manns

Leiðbeiningar

1.Myljið kexið smátt.
2.Bræðið smjör og blandið mulda kexinum saman við. Setjið blönduna í bökunarform (26 cm) og geymið í kæli þar til botninn hefur harðnað.
3.Setjið helminginn af Daim kurlinu yfir botninn.
4.Þeytið rjómann og blandið saman við vanilluskyrið. Setjið yfir kexbotninn og yfir það setjið þið afganginn af Daim kurlinu og berin.
5.Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í 6 klst áður en hún er borin fram.

Einföld og góð skyrkaka með Daimkurli

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.