Eplabaka með karamellu og salthnetum
by Avistain 30 mínútna réttir, Bakstur, Eftirréttir, Kaka
Haframulningur
3 dl OTA haframjöl, ég notaði grófari tegundina (grov valsede)
1 dl púðursykur
1/2 dl hveiti
70 g kalt smjör, skorið í litla bita
2 dl salthnetur, gróflega skornar
Hnoðið haframjöl, púðursykur, hveiti og smjör saman. Bætið salthnetum saman við og hnoðið í stutta stund.
Karamellu eplafylling
1 1/2 dl rjómi
1 1/2 dl púðursykur
80 g smjör
5 græn epli, afhýdd og skorin í sneiðar
1/2 tsk salt
Látið rjóma, púðursykur og smjör á pönnu og hitið. Þegar smjörið hefur bráðnað og karamellan farin að dökkna og búbbla örlítið, bætið eplum og salti saman við. Látið malla áfram í nokkrar mínútur eða þar til eplin eru farin að mýkjast. Setjið eplin í form og mulninginn yfir það. Bakið í 180°c heitum ofni í 25 mínútur. Berið fram með vanilluís og/eða rjóma.
Uppskriftin birtist upprunarlega í Gestgjafanum
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Leave a Reply